Á alltaf við

Síða 10 af 2

&;Þessar uppskriftir eiga alltaf við, vetur, sumar, vor og haust


Allt er vænt sem vel er grænt

Súkkulaði- og pistachiohafrabitar

Uppskrift þessi kemur upprunalega úr The Australian Women's Weekly seríunni sem ég held mikið upp á.

Syndsamlega góðar en hollar súkkulaðibitakökur

Súkkulaðibitakökurnar hennar Lísu Hjalt

Lísu Hjalt eru flestir farnir að þekkja sem nota þennan vef en hún á m.a. uppskriftina af Frönsku súkkulaðikökunni sem er svo hriiiiiikalega góð.

Súkkulaði tofubúðingur

Súkkulaðibúðingur (með tofu)

Já það er magnað að þessi búðingur sé hollur. Enginn rjómi, ekkert smjör, ekkert matarlím og aðeins 4 mtsk rapadura hrásykur.

Fitulítil súkkulaðikaka

Súkkulaðikaka í magrari kantinum, með kremi

Þetta er prýðileg „súkkulaðikaka” og já, já, já ég veit að hún er ekkert í líkingu við djúsí, franska súkkulaðiköku en maður þarf þó ekki að hafa samviskubit yfir stífluðum æðum og 100 aukakílóum!

Fínt súkkulaðikrem á kökur

Súkkulaðikrem á köku

Fínt krem á flestar kökur. Það er ekki oft sem súkkulaðikrem er beinlínis hollt en hér er krem sem nota má með góðri samvisku og inniheldur meira að segja járn og andoxunarefni og fleira gott fyrir okkur!

Súkkulaðimuffins

Súkkulaðimuffins

Hollir og góðir, einfaldir og þægilegir, alltaf góð blanda. Upplagt er að frysta helling af muffinsunum og taka svo með sér þegar maður er á hlaupum!!!!

Heimatilbúið, sultað engifer (pickled ginger) í sushi

Sultað engifer í sushigerð (gari)

Sultað engifer (pickled ginger) með sushi er alveg ómissandi.

Sultukaka með carobkremi

Sultukaka með carobkremi

Þessi kaka er holl og góð og sérlega sniðug ef maður þarf að útbúa köku með góðum fyrirvara því hún geymist í margar vikur, innpökkuð í ísskáp og verður bara betri þannig.

Svampbotnar Freyju M.

Uppskriftin að þessum svampbotnum koma frá notanda vefjarins, konu að nafni Freyja M.

Brauð með traustabrestum

Sveitabrauð

Þetta er svolítið sveitalegt speltbrauð og er alveg æðislegt beint úr ofninum, nýbakað.

Sveppasósa

Úff ég lenti aldeilis í því haustið 2002. Ég var búsett í London og&;var að fá Elvu vinkonu og mömmu hennar í mat.

Sveskju- og bananamauk

Sveskjumauk er kannski ekki besta maukið til að prófa í fyrstu skiptin þar sem það er bæði trefjaríkt og losandi.

Sveskju- og perumauk

Fyrsta maukið sem börnin fá, ætti helst ekki að vera sveskjumauk þar sem það getur verið of gróft í magann og getur verið hæg&e

Kannski ekki fallegt á litinn en afar hollt mauk engu að síður

Sveskjumauk

Þetta mauk er afar hollt og gott. Lítil börn eru yfirleitt mjög hrifin af sveskjum en þess þarf að gæta að þau séu vel maukuð.

Sætar kartöflur og spergilkál

Sætar kartöflur og spergilkál

Sætar kartöflur eru yfirleitt mjög vinsælar hjá yngstu sælkerunum. Þær eru auðmeltar, góðar og sætar og innihalda fullt af vítamínum.

Grænt og vænt

Sætar kartöflur, spergilkál, spínat og avacado

Til að koma spínati ofan í litlu krílin getur stundum þurft að dulbúa það enda er það svolítið rammt og bragðsterkt svona eitt og sér.

Taco með sojahakki

Ég notaði sojakjötshakk í þennan rétt og það var mjög gott. Maður þarf bara að vera búinn að láta hakkið liggja í kryddlegi áður en maður útbýr réttinn (eins og þarf alltaf með sojakjöt).

Mildur og góður kjúklingaréttur

Thailenskur kjúklingur í grænni karrísósu með kókoshrísgrjónum

Þetta er uppskrift sem ég fékk af heimasíðu Waitrose en það er búðin sem við verslum alltaf í hérna í London.

Tómata og eggaldin súrkrás (pickle)

Þetta er svona frekar sætsterkt meðlæti (samt ekki of sætt) sem er fínt þegar maður er að borða t.d. sætan indverskan mat.

Hollar og góðar vefjur

Tortilla (vefjur)

Ég hef lengi átt þessa uppskrift en ekki birt hana fyrr en nú því ég er alltaf aðeins að breyta henni. Hún er núna orðin fín að mér finnst.

Túnfiskréttur í brauði

Þennan mat smökkuðum við fyrst hjá Smára bróður og Önnu Stínu konunni hans þegar við vorum í sumarfríi á Íslandi 2003.

Hollur, einfaldur og góður túnfiskréttur

Túnfiskspastaréttur

Ég hafði aldrei þorað að setja túnfisk í pasta, veit ekki afhverju, mér hafði aldrei þótt það girnilegt þegar ég sá myndir í uppskriftabókum.

Hollt og gott túnfisksalat

Túnfiskssalat

Létt og gott túnfisksalat, passar æðislega vel með brauði og alls kyns kexi og hrökkbrauði. Ég borða sjaldan hráan lauk en mörgum finnst gott að setja rauðlauk í túnfisksalatið.

Hollur og próteinríkur túnfisksréttur

Túnfiskur með núðlum

Þetta er afar próteinrík og holl fæða og ekki amalegt að fá sér svona fína blöndu af kolvetnum og próteinum eftir ræktina! Gerist varla betra.

Tvenns konar mauk

Tvenns konar mauk: Spergilkál og sæt kartafla með hrísmjöli

Þegar búið er til mikið magn af maukuðu grænmeti í einu er um að gera að prófa sig áfram með hráefni og hlutföll.