Epla- og apríkósubrauð

Þetta kökubrauð er upplagt eftir matinn og alls ekki of sætt. Það er léttkryddað og passar reglulega vel með kaffi- eða tebollanum!

 


Dásamlegt og léttkryddað brauð

Þessi uppskrift er:

 • Án mjólkur
 • Án hneta

Epla- og apríkósubrauð

Gerir 1 brauð

Innihald

 • 90 g þurrkaðar aprikósur (lífrænt ræktaðar)
 • 2 sæt epli (eða 1 mjög stórt)
 • 225 g spelti
 • 2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1,5 tsk kanill
 • 0,25 tsk negull (e. clove)
 • 0,25 tsk múskat (e. nutmeg)
 • 0,25 tsk engifer
 • 175 ml lífrænt framleiddur barnamatur án sykurs; epla-, peru-, eða aprikósumauk 
 • 70 gr rapadura hrásykur (eða annar hrásykur)
 • 12 dropar stevia án bragðefna (eða 30 g til viðbótar af hrásykrinum)
 • 2 egg, hrærð lauslega
 • 2 msk sojamjólk 

Aðferð

 1. Saxið aprikósurnar frekar smátt. Setjið til hliðar 30 g af aprikósunum.
 2. Skrælið eplin og rífið gróft á rifjárni.
 3. Sigtið saman í stóra skál, spelti, lyftiduft, kanil, negul, múskat og engifer. Hrærið vel.
 4. í aðra skál skuluð þið hræra saman barnamat, hrásykri, eggjum, stevia og mjólk. Hrærið létt. Bætið eplunum og aprikósunum (öllu nema 30 grömmum) út í og hrærið vel. Hellið út í stóru skálina.
 5. Hrærið deigið afar lítið, rétt um 8-10 hreyfingar. Deigið á að vera það blautt að það leki af sleif í stórum kekkjum og alls ekki það þurrt að hægt sé að hnoða það.
 6. Klæðið brauðform að innan með bökunarpappír. Hellið deiginu út í og gætið þess að það fari vel í hornin. Dreifið aprikósubitunum yfir.
 7. Bakið við 180°C í um 55-60 mínútur. 

Gott að hafa í huga

 • Gott að bera fram með lífrænt framleiddri sultu (án sykurs), smurosti o.fl.
 • Mikilvægt er að nota lífrænt ræktaðar aprikósur (þessar brúnu) því þessar appelsínugulu eru efnameðhöndlaðar til að líta betur út.
 • Nota má undanrennu, hrísmjólk, haframjólk eða möndlumjólk í staðinn fyrir sojamjólk.
 • Ég nota Hipp Organic, Organix eða Holle barnamat. Þessi merki eiga það sameiginlegt að vera lífrænt framleidd og eru ekki með viðbættum sykri.
 • Í staðinn fyrir barnamat má nota eplamauk (enska: Apple sauce) úr heilsubúð eða heilsudeildum matvöruverslana. Einnig má nota vel þroskaðan banana.
 • Ef afgangur er af barnamatnum má frysta hann í ísmolabox og nota í drykk síðar (smoothie).
 • Notið hamingjuegg ef þið mögulega getið.
 • Saxaðar pecanhnetur eru mjög góðar í þetta brauð.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
tveir plús einn eru