Döðlusulta

Þetta er heimsins einfaldasta sulta og passar rosa vel með t.d. vöfflum, í haframjölstertur (milli laga) ofan á kex með osti, ofan á hummus og margt fleira.

Upplagt er að frysta sultuna í litlum skömmtum. Best er að nota matvinnsluvél en hægt er að nota töfrasprota eða blandara en þá þarf stundum meiri vökva. Sultuna má líka nota sem sætugjafa í kökur. 

Athugið að matvinnsluvél þarf til að útbúa þessa uppskrift.


Holl sulta upplögð á vöfflurnar

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan

Döðlusulta

Fyrir 5-6 sem meðlæti (t.d. á vöfflur)

Innihald

 • 100 g döðlur, saxaðar gróft
 • 1 tsk vanilludropar (úr heilsubúð)
 • Smá klípa kanill, múskat eða negull (má sleppa)
 • 250 ml hreinn eplasafi eða appelsínusafi

Aðferð

 1. Saxið döðlurnar gróft og setjið þær í pott ásamt safanum og kryddinu.
 2. Látið suðuna koma upp og leyfið döðlunum að malla í  um 20 mínútur.
 3. Kælið döðlurnar aðeins og setjið í matvinnsluvél. Maukið döðlurnar í um 1 mínútu eða þangað til áferðin er silkimjúk. Ef illa gengur að mauka döðlurnar má bæta nokkrum matskeiðum af safa til viðbótar.
 4. Geymið í ísskáp í um viku eða frystið.

Gott að hafa í huga

 • Mikilvægt er að geyma sultuna í ísskáp og geymist hún í rúmlega viku í lokuðu íláti.
 • Einnig má frysta sultuna í litlum skömmtum og geyma þannig, upplagt að grípa úr frysti t.d. ef maður bakar vöfflur.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
níu plús tveir eru