Brauð með sætum kartöflum, kornmjöli og hirsi

Ég bjó til þetta brauð úr afgöngum sem ég átti úr sætum kartöflum. Brauðið er trefjaríkt og ríkt af C vítamíni en verður svolítið þurrt á öðrum degi. Brauðið er upplagt til að rista í brauðristinni. Auðvelt er að gera brauðið mjólkurlaust og vegan (fyrir jurtaætur).


Brauð með sætum kartöflum, kornmjöli og hirsi

Þessi uppskrift er:

 • Án eggja
 • Án hneta en með fræjum
 • Án hneta

Þessa uppskrift er auðvelt að gera:

 • Án mjólkur

Brauð með sætum kartöflum, kornmjöli og hirsi

Gerir 1 brauð

Innihald

 • 375 g spelti
 • 100 g kornmjöl (enska: polenta)
 • 2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
 • 70 g sætar kartöflur, soðnar eða bakaðar
 • 20 g hirsi (heilt)
 • 20 g sesamfræ
 • 2-300 ml AB mjólk, súrmjólk eða jógúrt (gæti þurft meira eða minna)
 • 1 msk kókosolía

Aðferð

 1. Sjóðið eða bakið sætu kartöflurnar þangað til þær verða mjúkar. Stappið kartöflurnar vel.
 2. Blandað saman kornmjöli, hirsi, sesamfræjum, vínsteinslyftidufti, salti og spelti í stóra skál.
 3. Blandið sætu kartöflunum saman við og kókosolíunni út í og hrærið vel.
 4. Bætið AB mjólkinni saman við þangað til deigið er blautt án þess að það leki af sleif í klessum. Þið gæti þurft meira eða minna af vökvanum.
 5. Klæðið brauðform með bökunarpappír og hellið deiginu út í.
 6. Bakið við 180°C í um 30-35 mínútur.
 7. Til að athuga hvort brauðið er tilbúið getið þið stungið hnífi í miðju þess. Ef hnífurinn kemur nánast hreinn út er brauðið tilbúið. Ef ekki má baka það í 10 mínútur í viðbót (og endurtaka þá leikinn).
 8. Ef þið viljið harða skorpu allan hringinn þá er gott að taka brauðið úr forminu síðustu 10 mínúturnar og setja á hvolf í ofninn.

Gott að hafa í huga

 • Nota má sólblómafræ, graskersfræ, sinnepsfræ og margt fleira í stað sesamfræjanna.
 • Í staðinn fyrir AB mjólk getið þið notað haframjólk, sojamjólk, hrísmjólk, möndlumjólk eða undanrennu.
 • Ef þið notið ekki jógúrt, AB mjólk eða súrmjólk getið þið blandað mjólkinni sem þið notið saman við 1 msk sítrónusafa og látið standa á borðinu þangað til hún fer að mynda kekki (í um 15 mínútur).
 • Ef kókosolían er hörð má stinga krukkunni í heitt vatn í nokkrar mínútur þar til hún verður fljótandi.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
átján plús tveir eru