Brauð með sætum kartöflum, kornmjöli og hirsi
7. nóvember, 2006
Ég bjó til þetta brauð úr afgöngum sem ég átti úr sætum kartöflum. Brauðið er trefjaríkt og ríkt af C vítamíni en verður svolítið þurrt á öðrum degi. Brauðið er upplagt til að rista í brauðristinni. Auðvelt er að gera brauðið mjólkurlaust og vegan (fyrir jurtaætur).
Brauð með sætum kartöflum, kornmjöli og hirsi
Þessi uppskrift er:
- Án eggja
- Án hneta en með fræjum
- Án hneta
Þessa uppskrift er auðvelt að gera:
- Án mjólkur
Brauð með sætum kartöflum, kornmjöli og hirsi
Gerir 1 brauð
Innihald
- 375 g spelti
- 100 g kornmjöl (enska: polenta)
- 2 tsk vínsteinslyftiduft
- 1 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
- 70 g sætar kartöflur, soðnar eða bakaðar
- 20 g hirsi (heilt)
- 20 g sesamfræ
- 2-300 ml AB mjólk, súrmjólk eða jógúrt (gæti þurft meira eða minna)
- 1 msk kókosolía
Aðferð
- Sjóðið eða bakið sætu kartöflurnar þangað til þær verða mjúkar. Stappið kartöflurnar vel.
- Blandað saman kornmjöli, hirsi, sesamfræjum, vínsteinslyftidufti, salti og spelti í stóra skál.
- Blandið sætu kartöflunum saman við og kókosolíunni út í og hrærið vel.
- Bætið AB mjólkinni saman við þangað til deigið er blautt án þess að það leki af sleif í klessum. Þið gæti þurft meira eða minna af vökvanum.
- Klæðið brauðform með bökunarpappír og hellið deiginu út í.
- Bakið við 180°C í um 30-35 mínútur.
- Til að athuga hvort brauðið er tilbúið getið þið stungið hnífi í miðju þess. Ef hnífurinn kemur nánast hreinn út er brauðið tilbúið. Ef ekki má baka það í 10 mínútur í viðbót (og endurtaka þá leikinn).
- Ef þið viljið harða skorpu allan hringinn þá er gott að taka brauðið úr forminu síðustu 10 mínúturnar og setja á hvolf í ofninn.
Gott að hafa í huga
- Nota má sólblómafræ, graskersfræ, sinnepsfræ og margt fleira í stað sesamfræjanna.
- Í staðinn fyrir AB mjólk getið þið notað haframjólk, sojamjólk, hrísmjólk, möndlumjólk eða undanrennu.
- Ef þið notið ekki jógúrt, AB mjólk eða súrmjólk getið þið blandað mjólkinni sem þið notið saman við 1 msk sítrónusafa og látið standa á borðinu þangað til hún fer að mynda kekki (í um 15 mínútur).
- Ef kókosolían er hörð má stinga krukkunni í heitt vatn í nokkrar mínútur þar til hún verður fljótandi.
Tengdar uppskriftir
© CafeSigrun 2024