Flókafléttur

Ég bregði mér stundum á Vantra, þar sem starfsfólkið var næstum því búið að drepa mig munið þið. Mér þykir ágætt að fá mér nocaf (kaffi sem er ekki kaffi) og skoða mannlífið, lesa (ég les þar stundum greinar og glærur fyrir skólann og svoleiðis). Yfirleitt alltaf hægt að fá sæti, aldrei troðið og afslappað andrúmsloft.

En já, í síðustu viku kom inn kona með lengsta hárflóka (dreadlocks) sem ég hef á.ævi.minni.séð. Takið eftir rauðu örinni á myndinni....þar enduðu lokkarnir. Er aldrei sjampólykt af hárinu hennar? Hvernig þurrkar hún hárið? Þarf hún að binda hárið upp þegar hún fer á dolluna? Ætli sé ekki leiðinlegt að finna aldrei vindinn leika um hárið (elska það þegar ég er að sigla einhvers staðar eða keyra í safaríbíl í Afríku). Svo margar spurningar.....Síðast en ekki síst....HVERS&;VEGNA?

Mynd af hárflóka konu í London

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Hrundski1
23. apr. 2012

Vá hvað mig langar að vita þetta allt líka. Óska hérmeð eftir dreddasérfræðing til að svara þessu :D Sérstaklega með hárþvottinn og lyktina af þessu jiiiiii

Lilja Björg
26. apr. 2012

Það er til sérstakt sjampó fyrir dredda, hún bindur það örugglega upp til að fara á klósett, mjög flott er að binda dredda upp í tagl með því að nota dreddana sem teygju.

Þessari konu ásamt mörgum öðrum finnst þetta ábyggilega flott og lítur kannski á þetta sem áskorun, að safna eins löngum dreddum og hún getur, rétt eins og sumir reyna að hlaupa maraþon.

Þú ert kona sem hefur farið og skoðað marga menningarheima og séð margt nýtt og því skil ég ekki þessa fordóma gegn hárgreiðslu stúlkunnar.

sigrun
26. apr. 2012

Það að spyrja spurninga um eitthvað flokkast ekki undir fordóma. Í umfjöllun minni fólust engar staðhæfingar, aðeins spurningar sem flokkast frekar undir fróðleiksfýsn. Ég kallaði aldrei hárgreiðsluna ljóta. Þó maður skilji ekki allt, er ekki þar með sagt að maður hafi fordóma.

Lísa Hjalt
26. apr. 2012

Vó, þetta eru lengstu svona lokkar sem ég hef séð!
Ég spyr mig að þessu sama í hvert sinn sem ég sé fólk með svona lokka, þeir vekja upp svo margar spurningar, t.d. er þetta ekkert þungt?!! Mig hefur svo svo svo oft hreinlega langað til að spyrja viðkomandi hvernig hann þvoi hárið o.s.frv. Kannski að ég geri það bara næst ;-)