Gestabloggarinn: Kaffihúsin í London: Monmouth Coffee

Monmouth Cafe er næstur á dagskrá. Þeir eru með útibú á þremur stöðum en sá sem er til umfjöllunar er í Covent Garden. Við höfum prófað staðinn á Borough sem er tvímælalaust heimsóknarinnar virði, aðallega fyrir umhverfið en kaffihúsið er við elsta matarmarkað Bretlands (Borough Market). Um að gera að kíkja þangað á laugardagsmorgnum þegar markaðurinn er opinn. Við förum ekki mjög oft á Covent Garden kaffihúsið þar sem það er aðeins úr alfaraleið miðað við okkar rútínu en engu að síður er heimsókn þangað vel þess virði, sérstaklega ef þið eruð í hverfinu. Fyrir Apple aðdáendur þá er stærsta Apple verslun heims ekki langt frá og fyrir túristana sem vilja öðruvísi upplifun á London þá mælum við með Neal's Yard sem er í seilingarfjarlægð. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum! En núna er það Jóhannes sem á orðið:

Monmouth Coffee

27 Monmouth Street í Covent Garden (til umfjöllunar) og einnig í Borough og Bermondsey

Ath að myndin hér að neðan er af vef Monmouth Coffee og af því ég gleymi alltaf að taka myndavél með mér þá verð ég að fá myndir lánaðar af netinu *andvarp*. VERÐ&;að muna þetta næst.....

Myndin er af vef Monmouth Coffee og sýnir húsið að utan

Monmouth Coffee að innan

Myndin sýnir bekkina á Monmouth Coffee

Myndin sýnir Monmouth Coffee að innan. Myndin er fengin að láni frá Christina About Town

Myndin sýnir latte á Monmouth Coffee. Myndin er fengin að láni frá Christina About Town

Myndirnar tvær hér að ofan eru fengnar að láni frá Christina About Town.

Þessi staður var eitt sinn fyrst og fremst kaffibrennsla (þeirra aðal kaffibrennsla) og kaffihús nema núna er kaffihúsið er baka til í versluninni þeirra. Það er oftast nær biðröð út úr dyrum hvort sem er eftir borði eða bara kaffi til að taka með.&; Ef þú ert að fara á kaffihús til að ræða þín dýpstu leyndarmál þá væri þetta eflaust ekki besti staðurinn þar sem þeir eru með það fá borð að fólk deilir borðum. Þetta virkar þannig að ef þú situr við borð og það er pláss fyrir fleiri þá er gestum bætt við þar til plássið er fullnýtt. Þetta getur verið mjög skemmtilegt fyrir þá sem hafa gaman að því að hitta nýtt fólk og er óhrætt við að brydda upp á samræðum við ókunnuga.&; Það er líka hentugt fyrir t.d. okkur Íslendinga (og marga aðra auðvitað) því enginn skilur okkur þó að við séum að tala saman. Borðin eru líka meira eins og básar, þ.e. svo þröngir að það eru skilrúm milli borða til að fólk sitji ekki bara ofan á hvoru öðru. Kósí eða pirrandi, fer eftir skapinu sem maður er í þá stundina.

Monmouth er ekki með mikið magn af mat/kökum en eru samt með mjög girnilegar trufflur. Einnig er boðið upp á gamaldags filter kaffi, en þá er lagað í einn bolla í einu, ekki 20 lítra dunka eins og á sumum „grænlitum” kaffihúsum.&; Þar sem þetta er kaffiverslun líka þá er að sjálfsögðu hægt að fá margar mismunandi tegundir af kaffi í filterinn, en þó einungis húsblandan í espresso vélinni. Monmouth Cafe er á skemmtilegum stað í London, á einu af uppáhalds svæðunum okkar, nálægt Covent Garden, Seven Dials nánar til tekið. Ég mæli með heimsókn og ef þið eruð á annað borð komin þangað er upplagt að skella sér á Neal's Yard Salad bar og fá sér gott í gogginn.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lísa Hjalt
18. okt. 2011

kominn þriðjudagur og enginn búinn að kommenta, hvað er að þessu liði hérna, haha

er komin með kaffihús í London á heilann, allt Jóhannesi að kenna!