Hrákakan á Vantra

Hrákakan á Vantra

Ég kíkti á Vantra í fyrradag og fékk mér hráfæðisköku (súkkulaði). Hún var nokkuð góð, hefði mátt vera eilítið sætari (þoli ekki kökur sem ekki eru sætar) en áferðin var fín og ekki ósvipuð mörgum sem ég hef gert í gegnum tíðina. Ég keypti líka vegan bananaköku með sojarjóma sem var viðbjóður. Kakan sjálf var líkari brauði en köku því hún var ekki nægilega sæt (ég er ekki að tala um að þær þurfi að vera dísætar en maður þarf allavega að hugsa „mmmm kaka”). Kremið (gert með sojarjóma) hins vegar var ó.g.e.ð. Það var ekkert bragð af því (ekki einu sinni vanillukeimur) og ég fann bara að það kom fitufilma innan í munninn þegar ég setti skeiðina með kreminu upp í mig. Áferðin var eins og á léttspartli (sem maður notar til að fylla upp í holur í vegg og svoleiðis). Oj bara. Hvorki ég né Jóhannes gátum borðað það.

Myndina hér að ofan af súkkulaðikökunni tók Maria vinkona mín (ég verð að muna eftir fjandans myndavélinni þegar ég er svona „out and about”).

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Melkorka
23. sep. 2011

Lítur vel út! En útlitið glepur :/