Gestabloggarinn: Kaffihúsin í London: Tapped & Packed

Næsta kaffihús er líklega það kaffihús sem við höfum sótt mest nema kannski ef frá er talið Kaffeine. Athugið að það eru tvær myndir af kaffihúsinu að utan, önnur er af nýja staðnum á 114 Tottenham Court Road (númerið sést efst til hægri og húsið er með reiðhjóli fyrir ofan dyrnar). Myndina af kaffinu tók Jóhannes í morgun á símann sinn.....hef nú séð betri myndir he he.

Tapped and Packed
26 Rathbone Place og 114 Tottenham Court Road, báðir í Fitzrovia

Tapped and Packed á 114 Tottenham Court Road

Tapped and Packed á Rathbone Place

Tapped and Packed á Rathbone Place

Espresso á Tapped and Packed

Þessi staður (sá á Rathbone Place) er soldið með Gettu-betur-fílinginn finnst mér, þ.e. gæti verið kaffistofa í menntaskóla, pínu smá svona mennta hroki án þess að vera hroki beint. Maður hefur á tilfinningunni að ef maður spyrji þau t.d. „Hvernig kaffi mælirðu með” að þau svari „þú veist svarið”. Ég held að þau séu mestu spekúlantarnir þegar kemur að kaffi (og eins og liðið í Gettu betur þá vita þau alveg að þau eru rosa klár). Það sem er mjög skemmtilegt við þennan stað er mjög oft er boðið upp á gestakaffi (þ.e. ekki bara eina húsblönda) og svo er líka hægt að fá kaffi lagað eftir mismunandi aðferðum (ekki bara í espresso vél).&; Þeir eru líka á bak við “The Sunday Club” þar sem þeir reyna að leiða sauðsvartan almúgann í sannleikann um þann dýrðar elexír sem espresso er (svo maður reyni nú að nota jafn uppskrúfað málfar og mér finnst passa við starfsfólkið).

Þó þeir séu ekki með “heimalagað” bakkelsi þá eru samlokurnar þeirra mjög girnilegar (og það sem við höfum smakkað af salötum o.fl. hefur verið gott) og fínt úrval af kökum og slíku. Þessi staður er kannski hvað líflegastur af þeim sem ég kem til með að fjalla um.

Nýi staðurinn þeirra á Tottenham Court Road, var með allt aðra stemmingu þegar ég kíkti þangað. Það var ekki þessi sami menntaskólafílingur þar, meira bara svona venjulegt kaffihús en samt með gott kaffi. Hann er líka meira í alfaraleið og kannski frekar verið að stíla inn á meðaljóninn þar.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It