Gestabloggarinn: Kaffihúsin í London: Lantana

Næsta kaffihús á listanum sækjum við gjarnan á sunnudögum en þeir opna frekar snemma.

Afsakið myndirnar....við vorum á hraðferð þennan sunnudaginn :)

Lantana
13 Charlotte Place, Fitzrovia

Lantana utan frá

Lantana að innan

Ég veit ekki hvers vegna en ég tengi Lantana alltaf við konur og finnst ég vera alveg kominn inn í þeirra innsta hring þegar ég kem þangað. Svolítið eins og þetta sé einhver andspyrnuhreyfing sem noti kaffihúsið sem front. Ég verð því alltaf svolítið hissa þegar ég sé mann fyrir aftan búðarborðið (það er einn frekar nýlega byrjaður að vinna þarna). Ég veit ekki alveg hvað það er en mér finnst líka alltaf soldið eins og stelpurnar þarna hafi verið að leika sér í „búð-ó” þegar þær voru litlar og svo bara ekkert hætt því heldur hafi ein þeirra komið með viðskiptaáætlun og þær ákveðið að fara alla leið með leikinn.

Hvað um það þá er þessi staður í lítilli göngugötu út frá Mortimer Street, mjög skemmtilegur staður, ekta svoa sunnudags staður þar sem maður kemur á sunnudagsmorgni, fær sér kaffi og croissant yfir sunnudagsblöðunum. Þær eru nýlega búnar að skipta yfir í kaffi frá Square Mile brennslunni og ágætt úrval af öðrum veitinugm enda er þetta líka bistro, ekki bara kaffihús. Það er mjög svipuð stemming þarna og á nágrannastaðnum Kaffeine og líka svipaður hópur sem sækir staðinn. Það má líka taka það fram að það var lengi staður frá “græna risanum” á horninu í götunni þeirra en sá er nú horfinn. Það er yfirleitt á hinn veginn nefnilega, þegar græni risinn kemur þá missa litlu kaffihúsin viðskipti, en ekki þarna því það er alvuru gott kaffi á boðstólnum! Ég get alveg viðurkennt að það hlakkaði í púkanum í mér þegar ég sá að græni risinn var farinn...

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sigrún Þöll
11. sep. 2011

úú .. gaman að sjá kaffiumhverfið ykkar!

Muna að taka næst mynd af kaffinu :) :) :)

sigrun
11. sep. 2011

Já algjörlega...misstum einmitt af góðu tækifæri í morgun þegar við fórum á Lantana því ég gleymdi stóru vélinni....ohhhh en ég reyni að taka myndir af kaffinu næst :)