Gleðilegt nýtt ár!!!

Ég var að velta fyrir mér hvað ég hefði gert sniðugt árið 2010 og fannst það eitthvað lítið. Við nánari upprifjun komst ég að því að það var heill hellingur en það sem kannski hæst stóð upp úr var:

  • Við fórum til Afríku (Kenya) í nokkrar vikur í smá fjölskylduferðalag.
  • Við fluttum til London.
  • Við fórum til Budapest og vorum þar í næstum 3 vikur.
  • Við heimsóttum Ísland a.m.k. tvisvar.
  • Við opnuðum nýja vefsíðu CafeSigrun eftir langa og stranga fæðingu.
  • Við upplifuðum mörg „fyrstu” hjá Afkvæminu; fyrstu flugferðina, fyrsta orðið, fyrsta „uppistandið” (stóð upp í fyrsta skipti), fyrstu skrefin, fyrsta frekjukastið og margt fleira skemmtilegt.

Þetta eru svo sem ekki nein ósköp en ég held að við séum bara sátt við að skilja 2010 eftir og byrja 2011. Við förum heilbrigð inn í nýja árið, með þak yfir höfuðið og mat í maganum og það er eiginlega það eina sem skiptir máli.

Já og ósk mín fyrir 2011 er sú að flugeldar verði bannaðir að eilífu og að þáttur björgunarsveita verði skattlagður (er ekki skattur hvort sem er á öllu?) og að þeir sem þurfa aðstoð björgunarsveita verði að greiða auka. Hvernig nokkrum manni dettur í hug að brenna peningana sína á þennan hátt með tilheyrandi hljóðmengun og alls konar mengun, er ljósárum út fyrir minn skilning.

Gleðilegt nýtt ár kæru notendur og lesendur og kærar þakkir fyrir góð viðbrögð við nýja vefnum, falleg ummæli (mér leiðist aldrei að fá falleg ummæli) og klapp á bakið...Keep 'em coming!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Helga B.
31. des. 2010

Ég verð að taka undir þetta með flugeldana. Það hlýtur að vera hægt að styrkja björgunarsveitir á einhvern annan hátt. Til að þóknast fólki sem vill sjá falleg ljós á himninum (stjörnubjartur himinn ekki nóg?) þá ættu fagaðilar að halda sýningu sem er lokið eftir 20-30 min. en ekki 2-3 daga. Þetta eru bara my two cents!

Á gleðilegri nótum- til hamingju með nýju síðuna og ég þakka fyrir tímann og vinnuna sem þú hefur lagt í þetta verkefni, ég nýt mér þennan gagnabanka til hins ítrasta:)

Gleðilegt nýtt ár!

sigrun
31. des. 2010

Nákvæmlega Helga B, alveg sammála með stutta flugeldasýningu, það væri alveg nóg (og já takk fyrir falleg ummæli líka) :)

gudrunh
01. jan. 2011

Gleðilegt nýtt ár og takk enn og aftur fyrir þennan fjársjóð sem þú hefur skapað! Hann verður alveg örugglega notaður enn oftar á nýja árinu!

Með kveðju og þökk

Guðrún Helga (notandi :))

Hrönna
02. jan. 2011

Takk enn og aftur fyir frábæran vef og alla vinnuna sem þú leggur í hann fyrir okkur notendur. ég er svo sammála þessu með flugeldana, hér í danmörku var reyndar bara sprengt í nákvæmlega einn klukkutíma og svo var það búið sem hentaði mér (og litla hræddda kisustráknum mínum) mjög svo vel.

Ásta Salný
04. jan. 2011

Frábær þessi síða hjá þér,, skoða hana oft og er ennþá ekki samt farin að prófa neitt.. er svo léleg í svona uppskriftadóti BUT.. now og never... Búin að skrifa loks niður það sem mig virkilega langar að prófa og skrifa lista til að kaupa í búðinni:)
Þetta er svo frábært hjá ÞÉR.. ótrúlega að nenna að gera allt þetta neðanmálsgreinadæmi,, fyrir hverja og hverju er hægt að breyta og hvernig og on and on.. algjör snilli...
En hvað er verið að gera núna í london? Ég fór þangað 2x á árinu í boði silju hún efur átt heima þarna í nokkur ár.. Finnst london gordjus.. vika var sko ekki nóg fyrir mig..
Vertu endilega í bandi:) þú sérð örugglega emailið mitt:)

takk aftur fyrir æðislegan vef:)

Margrét
11. jan. 2011

Kærar þakkir fyrir góðan vef... það er ánægjulegt að verða vitni að svo mikilli gjafmildi... takk fyrir að leyfa mér og mínum að njóta reynslunnar og allra flottu uppskriftanna !!!

Takk,takk.

M