Nýi vefurinn í hnotskurn

Nýi vefurinn er kominn í loftið og ég trúi því varla! Hann er búinn að taka svo langan tíma í smíðum (er eiginlega jafn gamall og Afkvæmið, 14 mánaða) og hann hefði auðvitað ALDREI orðið til nema af því Jóhannes (eiginmaðurinn og forritarinn, þessi sem fær greitt í smákökum) er svo óhugnalega duglegur. Ef þið sjáið hann úti á götu er skylda að knúsa hann fyrir vinnuna sem hann er búinn að leggja í vefinn. Hann er búinn að eyða kvöldi, eftir kvöldi, eftir kvöldi, eftir kvöldi eftir helgar eftir helgar eftir helgar eftir helgar í að forrita, lagfæra og snurfusa. Góð ráð og aðstoð (andlega og listræna) fékk ég einnig frá Lísu Hjalt vinkonu minni og fleirum sem nenntu að skoða, gagnrýna og hrósa. Innilegar þakkir öll fyrir hjálpina. Fyrir ykkur kæru notendur er ég búin að taka saman það helsta sem skiptir máli varðandi nýja vefinn. Munið að hann er í grundvallaratriðum eins og sá gamli.

Og já, ef eitthvað er ekki eins og það á að vera, endilega sendið mér línu. Við reyndum eins og við gátum að prufkeyra alla virkni og möguleika en eins og alltaf, er eitthvað sem maður tekur ekki eftir.

Óbreytt:

  • Allir flokkarnir eru á sínum stað vinstra megin.
  • Allar uppskriftirnar eru til staðar en kannski ekki á sama stað og áður.
  • Leitin er á sínum stað efst í hægra horni.
  • Vefurinn er eftir sem áður aðgengilegur fötluðum notendum t.d. blindum notendum sem þurfa skjálesara, lesblindum notendum sem og sjónskertum (stillingar efst í hægra horni vefjarins) og fleirum.
  • Bloggið er á sínum stað.
  • Hægt er að senda og prenta uppskriftir eins og áður

Nýtt/Breytt:

Forsíðan:

  • Á forsíðunni verður uppskrift dagsins eins og áður ásamt þeim uppskriftum sem eru Vinsælustu uppskriftirnar þann daginn.
  • Á forsíðunni verður einnig opinn sá flokkur sem á við þáverandi árstíð. Til dæmis eru jólauppskriftir nú í gangi og þá birtast átta nýjustu uppskriftirnar undir Jólaflokkinum ásamt tengdum uppskriftum.
  • Undir hverri uppskrift má sjá tengdar uppskriftir.
  • Undir hverri uppskrift er Gott að hafa í huga en þar er að finna ýmsar leiðbeiningar og punkta varðandi þá uppskrift sem gott er að...hafa í huga!
  • Búið er að bæta Vissir þú efst í hægra horni forsíðunnar til fróðleiks og skemmtunar.

Flokkar:

  • Láréttu flokkarnir undir myndinni í haus vefjarins eru nýir eða réttara sagt staðsetning þeirra en þar hef ég safnað saman flokkum sem eru mikið notaðir en eiga ekki heima undir uppskriftir (t.d. Um CafeSigrun, Fræðsla, Ummæli, Spurt og Svarað).
  • Komment heitir nú Ummæli.
  • Skipting flokkanna er sú sama en undir hverjum flokki má finna undirflokka. Þannig má finna t.d. Heil brauð og Brauðbollur undir yfirflokkinum Brauð.
  • Búið er að bæta við flokkinum Drykkir (færa hann úr Hitt og þetta).
  • Flokkurinn Fræðsla er nýr og þar má finna alla þá fræðslu sem ég hef tekið saman í gegnum árin og má finna þar margt um hollt mataræði, um nesti, ódýran en hollan mat, ungbarnamat, mat og úvitist o.fl.
  • Búið er að bæta við Spurt og Svarað fyrir algengustu spurningarnar sem koma inn á borð til mín. Þar má fletta upp í safni af spurningum.
  • Neðst á síðunni má finna ýmislegt eins og gagnlega tengla sem og ef þið viljið senda upplýsingar um síðuna á Twitter og Facebook.

Annað:

  • Hægt er að safna uppáhaldsuppskriftum af vefnum í Uppskriftaboxið. Notendur þurfa að skrá sig inn og geta þá merkt við uppskriftir sem þeir vilja safna. Þar verða þær geymdar og má eyða þeim út hvenær sem er.
  • Senda má uppskriftir á Facebook og Twitter með því að smella á þar til gerða hnappa.
  • Hægt er að leita eftir uppskriftum eftir óþoli/ofnæmi t.d. glúteinóþoli, mjólkuróþoli og hnetuofnæmi. Ef þeir möguleikar eru valdir birtast eingöngu uppskriftir sem innihalda ekkert af því innihaldi sem merkt var við óþol/ofnæmi. Auðvelt er að breyta til baka og fá allar uppskriftir birtar.
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir
18. nóv. 2010

ÆÐISLEG nýja síðan þín!! Ekkert smá flott!!

hulda
18. nóv. 2010

Til hamingju með nýja vefinn =)
Stórglæsilegur!
Kallinn að standa sig, ekki spurning.

Helga Fanney
18. nóv. 2010

Thetta er ekkert smá flott hjá thér! Hjartanlega til hamingju!
kvedja úr Norge :)

Rut
18. nóv. 2010

Þú ert snillingur, uppskriftirnar hjá þér eru æðislegar og virkilega hvatning til að gera hollt og gott mataræði að lífstíl. Ef það væru fleiri eins og þú væri heimurinn betri!

Lísa Hjalt
18. nóv. 2010

Er búin að vera eins og krakki á jólunum í allan dag, bókstaflega að springa úr gleði yfir þessu öllu saman. En þetta er svona 'end of an era' líka því nú fæ ég ekki lengur pósta þar sem ég er spurð út í eitthvað í sambandi við uppsetninguna. Á eiginlega eftir að sakna þess smá.

Jóhannes er náttúrlega snillingur og þú líka ;-)

Eygló
18. nóv. 2010

Æææðislega smart síða! Þessi fer í favorites hjá mér, til hamingju með nýja pleisið!!

Hrafnhildur
18. nóv. 2010

Til hamingju með nýja vefinn, mjög flottur hjá ykkur, ég kíki alltaf reglulega á þig:)

Áslaug
18. nóv. 2010

Vá, flott síða og verður spennandi að skoða nánar. Innilega til hamingju og bestu kveðjur til forritarans....

Birna frænka
18. nóv. 2010

Til hamingju með nýju síðuna, hún er glæsileg. Ég á eftir nýta og njóta mikið í framtíðinni sem hingað til.

Melkorka
18. nóv. 2010

Innilega til hamingju með vefinn Sigrún. Þessi nýji vefur er mjög vandaður og vel unnin hjá þér. Ég er smá klökk að sjá þessa glæsilegu útkomu hjá ykkur. Vefurinn er að mínu mati kvenlegur, úthugsaður, vel uppsettur, ,,girnilegur" og heildrænn þ.e. það eru uppskriftir, fræðsla, fyrirspurnir, tenglar og fleiri ,,vinklar" á vefnum sem gera það að verkum að hann er ekki ,,flatur" heldur meira eins og ,,hús" sem maður gengur inní og dáist að frá ólíkum sjónarhornum. Ég hafði fulla trú á þér og þú stendur algjörlega undir þeim væntingum sem ég hafði til þín og meira en það. Takk kærlega fyrir að deila vefnum með okkur, ég vona að þú vitir að það er notendum mikils virði.

Stína
19. nóv. 2010

Til hamingju með nýja vefinn. Þetta er mjög svo aðgengilegt og í alla staði stórglæsilegt. Hlakka til að nota þennan vef :)

Sólrún
19. nóv. 2010

Til hamingju með nýja vefinn. Sló upp cafesigrun og ætlaði að skoða jólauppskriftir. Og sjá! Allt nýtt og glæsilegt. Frábært. cafesigrun er uppáhaldssíðan mín. Segi öllum sem heyra vilja af henni. Takk fyrir.

Elísabet
19. nóv. 2010

Banange. Til hamingju með þetta. Jiminn hvað þetta er flott hjá ykkur hjónunum. Þið eruð ótrúleg. Kossar og knús

Berglind R.
19. nóv. 2010

Alveg mögnuð síða - til hamingju með hana!
Takk fyrir að deila með okkur! :)

Guðný Pálína
20. nóv. 2010

Innilega til hamingju með þessa stórglæsilegu síðu. Mikið hlakka ég til að koma hér inn og finna dásamlegar og hollar uppskriftir :)

Rósa guðný
21. nóv. 2010

Þetta er ekkert smá flott. mikil breyting. Hlakka til að skoða betur ;) til hamingju og takk fyrir, hefur hjálpað mér mikið.