Í Bretaveldi....í öllu sínu veldi

Í gær fórum við í uppáhalds, uppáhalds heilsubúðina mína í öllum heiminum (í 1. sæti og heilsubúðin í Nairobi er í 2. sæti) og fylltum matarkörfuna af lífrænt framleiddu/ræktuðu hráefni (ávextir, grænmeti, snarl, alls kyns dótið fyrir litla Skrípið) og það kostaði hvorki lifur né lungu. Þegar heim var komið, var hráefnið ekki skemmt að innan. Það var jafn fallegt að innan og það var að utan. Eplin voru sæt og safarík og það brakaði í því þegar ég beit bita. Skærappelsínugulu gulræturnar voru enn þá með skærgrænu laufunum á og voru seld í búntum. Þær voru einstaklega safaríkar og góðar. Avocadoið var eins og þykkur rjómi, skærgrænt í miðju sem fór út í dökkgrænt og það var þétt en mjúkt. Ég er nefnilega orðin skilyrt fyrir því að allt svona lífrænt ræktað grænmeti (og ávextir) sé skemmt að innan. Miðað við innkaup síðustu mánuði á Íslandi. Það var líka 20 stiga hiti og sól í gær. Það skemmdi ekki fyrir og gerði okkur létt í spori. Við keyptum líka fína kerru fyrir afkvæmið á Ebay, á mjög góðum prís. Þetta var sem sagt fyrsti dagurinn okkar í London. Ég hef á tilfinningunni að þetta verði bara fínt. Við erum í skammtímahúsnæði (eldhúsið er reyndar minna en baðhergið okkar á Íslandi) en þröngt mega jú sáttir elda.

Ég áttaði mig líka á því að ég þarf að birgja mig upp af nestisboxum og matreiðslubókum (sem ég "gleymdi" að taka með mér frá Íslandi)..... hmmmm en ótrúlega svekkjandi að "þurfa" þess.

Það er alltaf svolítið sjokk að flytja, hvert sem maður flytur. Þó maður sé búinn að hlakka til endalaust....í mörg ár í rauninni. Það er aðallega af því það er breyting. Breyting frá því að skærin voru í skúffunni til vinstri en ekki í stofunni og eldhúsrúllan var við vaskinn en ekki uppi á skáp. Litlir hlutir. En líka stórir hlutir eins og vinir og vandamenn. Maður þarf þess í stað að reiða sig á að allar heimsóknir séu gæðaheimsóknir. Það er líka munur á fermetrum að sjálfsögðu en eins og ég hef svo oft sagt skiptir það okkur ekki máli hvort að við erum í litlu rými, svo lengi sem okkur líður vel á annan hátt. Svo er bara að sjá í hvernig íbúð við endum. Við förum að hefja leitina miklu.

En allavega.........hér er draumeldhúsið....og er líklega stærra en það sem við erum með núna he he.

Eldhús
Myndin er af vef Tesco.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

hrundski
03. maí. 2010

haha flytjið til Raynes Park..... þar fáiði stórt eldhús og garð og alles :D Við ætlum að kaupa okkur íbúð þar þegar við vinnum í Lottó - verið að byggja massa stórt Waitrose þar hoho

Velkomin heim annars og hafið það gott. Kíkjum á ykkur í kaffi einhverntíma þegar við kíkjum "heim" :)

Sigrún
03. maí. 2010

Uss Raynes Park er bara í sveitinni og ég nenni ekki að slá gras eða hugsa um garð......ég eyðilegg allt svoleiðis (óvart) því ég er svo mikill klaufi. Stórt eldhús er annað mál. Væri alveg til í svoleiðis :)

Lisa Hjalt
03. maí. 2010

er ekki bara málið að planta einni svona krakkaeldhúsgræju í Hyde Park og redda svo góðu tjaldi ... alla vega í sumar!

Sigrún
03. maí. 2010

Jú hú Lísa, ekki spurning!!!!

Jóhanna S. Hannesdóttir
04. maí. 2010

VELKOMIN HEIM! :-)

Og vá ó vá, hvað mig langar í svona gulrætur!!! Já og í svona veður líka!

Sólveig S. Finnsdóttir
04. maí. 2010

sendu mikið af myndum af ibuðinni og henni Sætu okkar þu veist hver það er. Kvm.

Melkorka
06. maí. 2010

Vá, bara flutt! Til hamingju með það. Áttaði mig ekki á að það væri komið að þessu hjá ykkur :)