Sumaruppskriftir 2009

Jæja nóg komið af röfli he he. Nú er nefnilega komið sumar og því ekki úr vegi að spýta út nokkrum sumarlegum uppskriftum! Elva vinkona mín gaf mér helling af rabbabara svo úr varð rabbabaramaraþon (prófið að láta útlendinga segja þetta orð he he) og afraksturinn sést m.a. hérna fyrir neðan. Það er t.d. rabbabara- og jarðarberjaís, rabbabaraíshristingur, rabbabara- og bananadrykkur o.fl. En það er ekki bara rabbabari á boðstólum heldur er ýmislegt fleira líka eins og salat, súkkulaðimús, íspinnar o.fl.

Einnig vil ég láta ykkur vita að ég er búin að opna Sumarflokkinn á CafeSigrun...

Vona að þið njótið vel....

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lisa Hjalt
21. jún. 2009

ég á ekki til orð yfir þessa sumargleði!

TAKK!

Sólveig S. Finnsdóttir
21. jún. 2009

hæ útá is er gott að eiga í frystan td um 200-300 gr af rababara og hita svo í potti með 100- 200 gr af ávaxtasykur og hella utá is hafa rababarsosuna heita, þetta er hunang, mjög gott.

kv.mamma

Melkorka
22. jún. 2009

Flottar litasamsetningar hjá þér! Takk fyrir. Get ekki beðið eftir að fá uppskriftirnar á prenti og finna þeim góðan og aðgengilegan stað í eldhúsinnréttingunni :)

stína
22. jún. 2009

Þetta er hvað öðru girnilegra, hef verið að leita mér að vefjuuppskrift... En nú er engin miskunn-út í garð að taka upp rabbarbara;) Takk fyrir hugmyndaauðgi þína. Kveðja Stína

Bogga
23. jún. 2009

Takk fyrir rábærar uppskriftir,bakaði vefjurnar og þær eru bara æði,gott að hnoða deigið og fletja út,held líka að ég geti notað þær í leikskólanum líka(er að vinna í eldhúsi þar) þar nota ég brauðuppskriftir frá þér og hummus...p.s salatið er líka frábært í sumaruppskriftunum....Takk takk kveðja Bogga