Morgunstund gefur muesli í mund

Muesli úrval frá Dorset

Þegar við fluttum heim 2007 eftir um 6 ára dvöl í London, varð ég fyrir verulegum vonbrigðum með morgunverðarkornið sem er á boðstólum. Það sem ekki var eins og sag með ræfilslegum og uppþornuðum rúsínum, var búið að drekkja í sykri/hunangi. Ég prófaði margar tegundir og útgáfur og gafst að lokum upp og gerði mitt eigið muesli sem ég verð að segja (þó að ég sé ekki hlutlaus) að er besta mueslið sem hægt er að borða á Íslandi. Meira að segja er einn Breti sem ég þekki sem býr í UK og býr samt til muesliið mitt (eftir að hafa smakkað það) þó hann komist í svimandi mikið úrval hér. Svo er líka sniðugt að geta sett í muesliið það sem maður vill.

Það er nefnilega þannig hér í UK...að úrvalið er svimandi mikið og það er til morgunkorn af öllum stærðum og gerðum, maður bókstaflega getur valið um allt sem manni sýnist og m.a. er hægt að blanda sitt eigið muesli í einni heilsubúðinni. Jóhannes er morgunmatsmaður þ.e. hann hlakkar til að vakna til að geta borðað góðan morgunmat, hann getur því eytt dágóðum tíma í matvörubúð í að leita að réttu tegundinni til að prófa. Þið getið því ímyndað ykkur vonbrigðin þegar við komum heim. Þegar við erum hér í UK kaupum við alltaf muesli. frá einum framleiðanda.... Dorset Cerals. Algjörlega gorgeous muesli. Þeir gera líka hafragrautsblöndu og eru nýlega farnir að gera mueslistangir með agavesírópi sem eru algjör draumur. Svo finnst mér pakkningarnar alveg hræðilega fallegar.

Muesliið mitt er byggt á Dorset muesliinu sem ég borðaði á hverjum morgni í UK svo ég get ekki tekið allan heiðurinn :)

(Myndin er fengin af vef Dorset Cereals)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lisa Hjalt
21. maí. 2009

Þið hljótið að borða pakkningarnar líka, þær eru svo girnó ;-)

Skemmtileg heimasíðan annars hjá Dorset Cereals.