Afmælis-strympa

Ég fæddist fyrir 35 árum....þennan dag, 25. apríl. Átti reyndar að fæðast miklu seinna en var að flýta mér...eins og venjulega. Ég er búin að fá skemmtilegar gjafir og kveðjur í dag, nokkrar matreiðslubækur (alltaf gaman), miða á U2 tónleikana í sumar auðvitað (reyndar ekki bein afmælisgjöf en ég ákvað að eigna mér miðana í afmælisgjöf engu að síður), góðan sojalatte og fleira. Nú er bara spurning að fara að telja niður....ætla að gera það þegar ég er komin aðeins hærra upp í aldursflokki.

Ég verð bara fegin þegar deginum í dag lýkur og allt þetta stjórnmálabull er yfirstaðið (í bili vonandi)...það er fátt um fína drætti í stjórnmálunum og eiginlega enginn munur á kúk og skít. Þeir sem trana sér fram eru eins og trúarofstækismenn og froðufella eins og ýgir hundar þegar á þá er yrt. Aðrir eru beinlínis veikir á geði. Við eigum ekki sjónvarp sem betur fer því ég fer bara í vont skap við að hlusta á alla þessa súpu aftur og aftur. Það er nóg að lesa um hana. Ég hlakka bara til að losna frá allri umræðunni í smá tíma og þó að stjórnmálin í London séu nú eins og þau eru, þá eru þau ekki íslensk. Mér finnst stundum eins og ég búi í Strumpalandi og að Kjartan hin illi sé alráður án þess að vita neitt í sinn haus og við strumparnir erum jafn vitlaus og alltaf að láta plata okkur. Ég trúði á Strumpana þegar ég var yngri og taldi mig sjá þá hér og þar, lifandi. Ég trúði á þá eins og krakkar trúa á jólasvein eða guð eða eitthvað. Ég trúði ekki á neitt æðra en Strumpa, og hef ekki gert síðan þó ég trúi ekki á þá lengur (lofa). Ég hef samt á tilfinningunni að Æðsti strumpur hefði eitthvað gáfulegt til málanna að leggja núna...svo sem ekki verra að hlusta á hann en það sem við höfum þurft að hlusta á í gegnum tíðina eða það sem við hlustum á nú.

Bara rétt að nefna að áður en fólk talar um einhverjar duldar, pólitískar meiningar út frá Strumpum hvort sem um er að ræða litinn á þeim eða stjórnarfar í landi þeirra, þá eru þær ímyndaðar...Strumpar eru fyrir mér Strumpar og ekkert annað.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

hrundski
26. apr. 2009

Til lukku með daginn aftur..... dísess gleymdi að óska þér til hamingju á msn áðan...meiri dóninn....

Sammála með strumpana... ég safna þeim enn... litlu gúmmístrumpunum :D

Jóhanna S. Hannesdóttir
26. apr. 2009

Innilega til hamingju með afmælið :-)

Alma María
26. apr. 2009

Til hamingju með afmælið þitt í gær Sigrún. Kær kveðja

Melkorka
02. maí. 2009

Til hamingju!