Páska "óglaðningur"

Ég veit að ég er vond og á örugglega eftir að skemma páskana fyrir einhverjum.......en ég bara verð.......

Páskaegg Þetta er innihaldið í Nóa Síríus páskaeggi nr. 4 (athugið að þetta hefði alveg eins getað verið frá Góu, Bónus eða hvað þetta allt heitir. Ég er ekkert sérstaklega á móti Nóa Síríusi eða neitt slíkt):

Mjólkursúkkulaði (sykur, kakósmjör, nýmjólkurduft, undanrennuduft, kakómassi, ýruefni (sojalesitín), vanilla. Kakóþurrefni 35% að lágmarki). Sykur, glúkúsasíróp (úr hveiti), hert jurtafita, kakóduft, rúsínur, lakkrískjarni, möndlur, apríkósukjarnar, umbreytt sterkja (úr maís, kartöflum, tapíóka), maís, hafrar, hveiti, sýra (sítrónusýra), matarsalt, bindiefni (E-414), ammóníumklóríð, ýruefni (sojalesitín), ensím (invertasi), bragðefni, litarefni (E 100, E 102, E 104, E 120, E 122, E 160b, E 163, E 171, E 172), glansefni (matarolía, bývax). Getur innihaldið hnetur í snefilmagni. Myndin er af vef Nóa Síríuss (www.noi.is).

Innihaldið í páskaeggi CafeSigrun (c.a. nr 3):

Dökkt, lífrænt framleitt 70% súkkulaði með hrásykri, cashewhnetur, heslihnetur, apríkósur, döðlur, gráfíkjur rúsínur.  Eggið þarf maður reyndar að búa til sjálfur he he.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Melkorka
09. apr. 2009

Sannleikurinn er bestur.

barbietec
09. apr. 2009

sumt er í lagi einu sinni á ári :)

ég mun samt sem áður láta þetta vera hehehe.. en voðalega er mikið af þessum E efnum .. til hvers ? borðar maður þetta ekki á einum degi hvort sem er hahahhaha

barbietec
09. apr. 2009

hey sæta! hefur þú reiknað út kaloríu fjöldann í páskaegginu þínu ? það væri gaman að heyra það.. bara svona til að hafa allar tölur á hreinu fyrir næsta ár :)

hrundski
09. apr. 2009

Ja væri gaman að smakka þetta ef þeir slepptu t.d bara E-efnunum. Ekki eins og maður sé að geyma þetta lengi... maður hámar þetta í sig á nokkrum mínútum..... og fær svo illt í magann :) haha

CafeSigrun.com
09. apr. 2009

Hæ Sigrún, E-efnin eru aðallega litarefni og bragðefni (og rotvarnarefni reyndar líka), aðallega í sælgætinu held ég. Sælgæti er jú nánast eingöngu sykur og E efni.

Varðandi hitaeiningar þá væri mjög gaman að reikna þær út en ég fylgist almennt ekki með hitaeiningunum sem ég borða og hef aldrei gert :) Veit bara að ég á ekki að borða of mikið, annars hætta buxurnar að passa ;) Ekki kannski besta mælieiningin en hún hentar mér vel því ég hef ekki átt baðvigt í 20 ár. :)

Mitt páskaegg veit ég að inniheldur flókin kolvetni, holla fitu, kalk, járn, vítamín/steinefni, trefjar, prótein o.fl., o.fl. Það sama er ekki alveg hægt að segja um sælgætispáskaeggin... :) Það er nóg fyrir mig ;)

barbietec
10. apr. 2009

hehe.. ég verð að pæla í hitaeiningum og hitaeiningar eru víst hitaeiningar sama hvort þær koma frá eplum eða frönskum hehehe :)

Lena
11. apr. 2009

Ég er ekki allveg sammala thvi. Thad er mikill munur á hvadan hitaeiningar koma. Koma thær t.d. frá kolvetnum, notar líkaminn thær til ad mynda orku, og restin fer i forda, fitu dellur ;).. Fáum vid aftur á moti góda holla fitu, hefur líkaminn helling vid hana ad gera. Flestir (lika their sem eru yfir kjorthyngd) eru í fituvøntun, svo tharf ad smyrja lidi, frumurnar nota mikla fitu, heilinn t.d.

Líkaminn hefur miklu meira vid auka GÓDA fitu ad gera en auka kolvetni. Sjálf hef ég misst 45 kíló. Og borda ég miklu fleirri hitaeiningar á dag en thær 1500-2000 sem oft er rádlagt, thar sem ég fæ mikid af hnetum, avocado, olium og thess hattar. :) Ég trúi ad thetta snúist mikid frekar um gódi matar. En audvitad getur mar lika fitnad a hollum mat, en eg vil meina ad thad thurfi meira til, en af theim oholla ;)

Góda páska øll sømul :)