Páskaegg

Heimatilbúið páskaegg
Var að setja inn uppskrift að heimatilbúnu páskaeggi (eða leiðbeiningar öllu heldur varðandi það hvernig maður býr til páskaegg). Mín páskaeggjagerð í gegnum tíðina hefur einkennst af alveg grátlega misheppnuðum og ljótum páskaeggjum sem hafa endað sem súkkulaðibrot ofan í skál... En, eins og með allt...þegar maður vandar sig og leggur sig fram, þá eiga hlutirnir til að takast! Það þýðir að minnsta kosti ekki að gefast upp! Athugið að aðferðarlýsingin virkar afar flókin en er það í raun ekki, ég er bara búin að brjóta allt ferlið niður í svo mörg skref að hún virkar löng og erfið....Það góða við páskaeggin er að maður getur alltaf brætt eggið aftur og byrjað upp á nýtt!! Á myndinni sést heimatilbúna páskaeggið ásamt heimatilbúnu konfekti.
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lisa Hjalt
28. mar. 2009

þú ert listamaður, Sigrún!

nenni þessu ekki í ár, kaupi bara ýmsar tegundir af G&B's eða Rapunzel og smjatta á því í ár á meðan ég horfi á þessa fallegu páskamynd ;)

CafeSigrun.com
28. mar. 2009

Takk Lísa mín :)

Annars er mjög sniðugt að gera bara eins og þú, fyrsta maður getur ekki keypt lífrænt framleitt, dýrindis páskaegg á góðu verði eins og maður var vanur að gera í London...ég hef oft hugsað yfir misheppnuðum páskaeggjum...æi ég hefði nú bara átt að brjóta molana beint í skál he he...

Það væri þó spennandi að útbúa lítil páskaegg og þá með sílikonmóti...Geri það næst...ef ég kemst í svoleiðis mót.

Mummi
28. mar. 2009

Ekki laust við að maður láti slag standa og fari í páskaeggjaframleiðslu þetta árið, eftir að hafa lesið þennan frábæra leiðarvísir hjá þér :P

Ein spurning, ekki það ég hafið reynt með mínum 10 þumalfingrum, en hefur þú prufað að setja plastfilmu "vitawrap" inn í skeljarnar á undan súkkulaðinu ?? gæti hjálpað við að losa súkkulaðið úr skeljunum...

pákakveðja

Mummi

Sigrún
28. mar. 2009

Hæ mummi

Það er hægt að setja plastfilmu innan í mótin en í staðinn þá verður súkkulaðið allt krumpað eftir plastið :) Plastfilman verður aldrei almennilega slétt......

Það er líka ágætt að setja smávegis af kókosolíu eða ólífuolíu innan í mótin, þau verða aðeins sleipari þannig :)

Hrönnsa
30. mar. 2009

Flott mynd og flott egg!! Ég set skeljarnar alltaf inn í frysti í smá stund og þá ´´poppa´´ þær oftast alveg úr formunum. Passa svo að þvo mótin aldrei úr sápu því þá eyðileggst húðin innan í þeim :)

páskakveðja

Hrönnsa

Elva
01. apr. 2009

Dásamlega fallegt Sigrún mín, þú gerir barasta allt vel!

Ólafur stefánson
06. mar. 2010

mér finnst þú bara hugrökk að halda og halda áfam lítur allt voða vel út. En é ger forvitinn hvar þú fékst forminn gerturu sent mér það á olistef@löwren.gm