Dílerinn

(Ég)...Já góðan daginn....ég frétti að þið væruð með til sölu á góðu verði, stöff sem mig vantar?

*Já það er rétt...hvað vantar þig mikið....?

Tjah....því meira því betra sko, enda rándýrt auðvitað í innkaupum....og hefur hækkað hroðalega á síðustu misserum.

*Já satt segirðu, innflutningur í lágmarki, ekkert er hægt að rækta hér á landi þannig að eftirspurnin er nokkur og hefur aukist...

Já...sko...ég hef ekki prófað stöffið..veistu hvernig það er?

*Mér er sagt að það sé nú helv...gott sko..gæðastöff... Veit að sumir hafa verið að fikta svolítið heima hjá sér og notað þetta gæfastöff með góðum árangri.

Ok...best ég fái að koma á morgun og kaupa slatta.

*Ok, láttu mig fá símanúmerið hjá þér, ég ætla að panta hjá okkar dreifiaðilum og þú getur náð í stöffið á morgun.

Ok frábært.

Svona kaupir maður sushigrjón á Íslandi þessa dagana...

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Lisa Hjalt
27. mar. 2009

þú ert fíkill!