And where does one summer?

Hér í gamla daga (svona eins og á tímum Jane Austin) þá pökkuðu fínar breskar fjölskyldur gjarnan búslóðinni sinni og fluttu í sveitasæluna á sumrin. Þá voru breidd lök yfir húsgögn, hlerum lokað fyrir glugga, matarbúrin pökkuð niður og allt slektið fór í sumarleyfi. Heilnæmt sveitaloftið þótti gera gott fyrir taugar og lungu húsfrúanna og fínu karlarnir klæddu sig í tvíd jakkaföt og skutu héra, refi og fleira á meðan þeir ræddu um hugsanlega vonbiðla dætra sinna o.fl. Þaðan er sprottin þessi spurning "And where does one summer?" (Hvar verður þú í fríi í sumar?).
Við Jóhannes erum búin að ákveða að taka mánuð í London, maí til júní. Aðeins til að skipta um umhverfi og upplifa það hvernig maður fer út í búð án þess að þurfa næstum því að taka lán, að kaupa lífrænt ræktaðar matvörur án þess að fara að grenja og sjá annað en gráa miðbæinn sem er eins og tannlaus greiða með öllum sínum tómu húsnæðum. Við þurfum á því að halda, andlega. Það verður líka gott að komast í smá vor/sumar. Sitja í grænu görðunum, undir trjánum og slappa af. Við ætlum að leigja litla íbúð og við ætlum að vinna á meðan við erum úti þannig að þetta verður ekki bara frí. Meira eins og að vera bara heima hjá sér (sem London fyrir okkur er). Það hentar okkur vel því hvorugt okkar er þannig að við gætum verið aðgerðarlaus í heilan mánuð.
Svo erum við líka búin að kaupa miða á U2 tónleikana á Wembley síðar í sumar.......ó jeeeeee.
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Jóhanna
21. mar. 2009

Líst vel á þetta plan ykkar. Mikið á eftir að vera gaman hjá ykkur. Og mikið öfunda ég ykkur mikið að vera að fara til London og vera þetta lengi :-)

hrundski
21. mar. 2009

Líst rosalega vel á þetta. Ég er eins get held ég aldrei sleppt London alveg. Ætla líka út í maí og vera í soldinn tíma. Ætla líka til Bristol í Enska sveitasælu ....vona að Tolli fari ekki að skjóta nein dýr samt :)

ps..... var að skoða nýja skipulag Hveragerðisbæjar..... ekkert nema lífræn grænmetisgróðurhús über alles..... þið flytjið svo bara hingað á sumrin og london á veturna haha eða öfugt.

Jóhanna
25. mar. 2009

Hey, ég bjó eitt sumarið í Bristol. Æðislegur staður. Varð bara að koma því að ;-)