Fínar Viagrabollur

Vatnsdeigsbollur...tilraun númer 1000.

Loksins, loksins, loksins tókust vatnsdeigsbollurnar.... (ok þær líta ekki út eins og púffermar á ljótum brúðarkjól en bragðið var samt meiriháttar gott og áferðin mjög fín). Hvað gerði ég öðruvísi? Ég notaði FÍNT spelti og engan blástur og hærri hita.... Held samt að mestu máli hafi skipt að nota fínt spelti. Áferðin var ALLT önnur, teygjanlegri og þéttari sem er akkúrat áferðin sem ég var að leita eftir. Risvandamál er sem sé úr sögunni. Ég á eftir að fínpússa uppskriftina kannski en ég er nú þegar búin að uppfæra hana á vefnum. Bollan hér á myndinni er með rjóma og rétt náði að sitja myndatökuna áður en að ónefndur he hemm gleypti hana heila...og brosti út að eyrum... HEEEELLLL YEEEAAHHH" ....sem voru akkúrat viðbrögðin sem ég var að vonast eftir og það voru viðbrögðin sem ég fékk. Nú get ég vonandi sofið rólega aftur (ég veit ekkert hvað Jóhannes er að meina með að ég sé obsessed?).

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Birna frænka.
23. feb. 2009

Prófaði glútenlausu bollurnar og smökkuðust þær ljómandi vel. Mamma bakaði þær og þeytti hún "vel á milli eggja" og litu bollurnar eins og púffermar á brúðarkjól þ.e. þessum ljóta, ekkert risvandamál þar!

Melkorka
24. feb. 2009

Til hamingju með bollurnar!

CafeSigrun.com
24. feb. 2009

Ha ha Birna....gott mál :) Frábært að þær tókust vel og urðu púffaðar (það er jú markmiðið).

Takk Melkorka :)