Samlokuþjófavörn

Frábært ráð sem Jóhannes benti mér en hann rakst á þessa mynd á Netinu. Svei mér þá, þetta er eitthvað sem honum myndi detta í hug að gera!

Samlokuþjófavörn. Vörnin felst í því að pokinn lítur út eins og myglublettir séu á brauðinu!
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Elisabet
19. feb. 2009

bwahahaha snilld

Þetta höfðar mjög sterkt til brandaraeðlis sveppafræðingsins í mér.

Hins vegar er viðbúið að bjargvættir reyni að forða því að þvílíkt óæti verði snætt þannig að þótt fólk myndi ekki borða samlokuna þá gætu þeir tekið upp á því að henda henni.

Og sannast þá hið forkveðna, ef það er ekki eitt þá er það eitthvað annað. Bestu kveðjur frá gömlum svepp.

Korinna
20. feb. 2009

LOL!

Hérðu, áttu nokkuð bolludagsbollu uppskrift?

Sigrún
20. feb. 2009

Korinna. Ég var búin að setja inn bolludagsuppskriftir á vefinn, senda þær út á póstlistann og setja þær inn á Facebook!!!!!!

http://cafesigrun.com/uppskriftir/?ufl=2#uppskrift_538

http://cafesigrun.com/uppskriftir/?ufl=2#uppskrift_537

Fanney Dóra
20. feb. 2009

Hahahahahaha.. þetta er svo svalt!

Lisa Hjalt
21. feb. 2009

Ég fæ bara Friends flashback. Ross niðurlútur: „Somebody at work ate my sandwich!“

http://www.youtube.com/watch?v=E2xi7B3mkr0

CafeSigrun.com
21. feb. 2009

Nákvæmlega Lísa...með "Moist Maker" og öllu LOL.

Lisa Hjalt
21. feb. 2009

ef ég ynni með Jóhannesi þá myndi ég stela nestinu hans á hverjum einasta degi ;-)

CafeSigrun.com
21. feb. 2009

Hí hí...Lísa þó....

Hann hefur reyndar verið beðinn um að skipta á nestinu sína við aðra (sem hlaupa út í sjoppu eða í mötuneytið) og svo líka selja nestið sitt.....kannski að maður fari bara út í eitthvað svoleiðis í kreppunni....hö hö

Lisa Hjalt
21. feb. 2009

góð hugmynd!