Óhollasta ameríska fæðan 2009

Baskin Robbins ísÞað er ekki ofsögum sagt að Ameríkanar séu svolítið ýktir (auðvitað ekki allir) og ég hef alltaf jafn gaman af því að lesa hryllingssögur um hitaeiningafjölda, fitu o.fl. í svona amerískum skyndibita og drasli því þær tölur eru oft lyginni líkast. Tímaritið Men's Health tók saman fjöldan allan af „verstu“ skyndibitunum í Ameríku fyrir árið 2009. Niðurstöðurnar eru lygilegar. Versta, ameríska fæðan var að þeirra mati Baskin Robbins stór súkkulaði Oroe íshristingur (Baskin Robbins Large Chocolate Oreo Shake). Þetta var aðal næringarinnihaldið:

  • 2,600 calories (2.600 hitaeiningar. Það er meira en fullorðinn karlmaður þarf yfir daginn!)
  • 135 g fat (59 g saturated fat, 2.5 g trans fats) (135 gr FITA 59 gr METTUÐ fita og 2.5 gr transfita)
  • 263 g sugars (263 gr SYKUR)
  • 1,700 mg sodium (1.700 sodium sem er rúmlega helmingur af því sem fólk ætti að borða af sodium og salti)

Af þessu (og flestum svona ísum) eru rúmlega 73 efni sem eiga heima á tilraunastofu (með óskiljanlegum efnafræðanöfnum) og maður gæti borðað 11 stykki, rúmlega af hollum orkustykkjum (t.d. eins og Larabar) í staðinn.

Svo er þarna ýmislegt skemmtilegt eins og Versta ameríska pizzan 2009..... en hún innihélt 2.310 hitaeiningar. 162 gr af fitu (já fitu), 123 gr af kolvetnum (þar af hellingur sykur) og 4.470 mg af sodium. Þetta eru 228% af ráðlöguðum dagsskamti af fitu og 167% af sodium. Þetta eru Ameríkanar að borða (og Íslendingar reyndar líka margir hverjir) og þetta drasl er að koma þeim (og okkur)  í gröfina.

Það eru þarna þekkt merki eins og TGI Friday, Baskin Robbins, Dairy Queen, Quizno’s og þó að ekki séu öll merki hér á landi.....megið þið ekki halda að staðirnir sem hér eru, bjóði ekki upp á álíka, sambærilegt drasl!

Algjörlega magnað.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

laufey
05. feb. 2009

Oj oj oj! bjakk, segi ég hérna með yndislega kókosbananasjeikinn minn við hendina í fínu rauðvínsglasi ;) gæti ekki ímyndað mér að hella 300 grömmum af sykri og góðu smjörstykki útí... yrði bara veik

CafeSigrun.com
05. feb. 2009

Vá Laufey...þú átt inni svona um það bil 2400 hitaeiningar og gætir nokkra kókosbananadrykki til viðbótar án þess að þurfa að hafa samviskubit!!!!! Ég segi það sama...ég yrði bara veik!

Barbietec
05. feb. 2009

*mm* hvað ég væri nú samt til í þennan Oreo sjeik hehehehhe

Sigrún
05. feb. 2009

Hahhaha Sigrún þó...það er spurning um að sleikja skjáinn bara...... :)

Lisa Hjalt
06. feb. 2009

Ég segi nú bara eins og þú sagðir einu sinni þegar ég sendi þér einhverja óholla uppskrift og bað um hugmyndir að breytingum: „Það á að vara mann við svona löguðu!“ :-)

Sigrún
06. feb. 2009

He he..ég hefði kannski átt að setja inn viðvörun "The content you are about to view is extremely dangerous...for your mental health!"

Lisa Hjalt
06. feb. 2009

NÁKVÆMLEGA!

barbietec
06. feb. 2009

ohh.. afhverju fór ég aftur inn á síðuna.. nú langar mig aftur í sjeikinn

GARG! .. kem ekki hingað inn aftur fyrr en þú ert búin að blogga helling! og sjeikin farinn hahahhahaha :)

Einn feitur
23. des. 2010

Það er mikið að maður finnur einhvern almennilegan, ekki hollustu sjeik hérna á internetinu! takk kærlega fyrir.