Nýjar vetraruppskriftir og nýr flokkur: Vetur

Ég var að setja inn nýjar vetraruppskrift inn á vefinn og má þar m.a. finna fiskibollur, baunasúpu, franskar kartöflur (hollar auðvitað) o.fl. Einnig setti ég inn uppskrift af fyrsta kexinu fyrir smáfólkið. Svo af því allir eru að kafna úr þunglyndi þessa dagana setti ég inn eina gleðiköku þ.e. pecan-cashewsúkkulaðiköku. Hún kallast gleðikaka því hún er svo góð að brúnin á fólki lyftist alltaf við að borða hana! Einnig var ég að opna flokkinn Vetur þar sem ég safnaði saman þeim uppskriftum sem henta vel yfir vetrartímann. Flokkurinn verður opinn fram á vor.

En hér eru nýju vetraruppskriftirnar, frá vinstri: Bakaður byggréttur með spínati, hvítlauk og sveppum, Dhal (baunasúpa) með graskeri og kókosmjólk, Einfaldur grænmetisréttur í ofni, Fiskibollur, Franskar kartöflur, Fyrsta kexið, Nemendanasl, Pecankaka með súkkulaði,- og cashewmauksfyllingu

Bakaður byggréttur með spínati, hvítlauk og sveppum
Dhal (baunasúpa) með graskeri og kókosmjólk

Einfaldur grænmetisréttur í ofni
Fiskibollur

 Franskar kartöflur
Fyrsta kexið

Nemendanasl
Pecankaka með súkkulaði,- og cashewmauksfyllingu
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

gestur
03. nóv. 2008

hæ takk fyrir allar uppskriftir.

'EG ætla bara að segja að ég geri svona fanskar oft var siðast með þær í gær en ég nota mataroliu í staðin fyrir kókósf. nota isio4. nota þa oliu lika þegar ég baka kökur ( sem er ekki oft ) kv. m.

Elva
04. nóv. 2008

Pekanhnetubakan er gjörsamlega dásamleg, ég get vottað það ásamt 50 manna barnaafmæli, hún kláraðist upp til agna á mettíma!