Óhollustusamkeppni notenda CafeSigrun: Þátttakandi #9

Mariani Pineapple Tango
Ananasmango
Tillaga frá: Heiðu

 Það eina sem ég get eiginlega sagt er Ó.G.E.Ð. Þetta er dæmi um hvernig hægt er að plata neytendur þannig að þeir haldi að þeir séu að borða eitthvað hollt. Ég fylgdist með konu stinga þessu í körfuna hjá sér og segja við barnið sitt „en sniðugt...svona hollt nammi fyrir þig elskan“....hún hefði betur keypt smartís. Svo sem þá segir nafnið nokkuð mikið..“Mango Flavoured Pineapple“ (Ananas með mangóBRAGÐI)...mjög dularfullt. Ananas eins og hann er í náttúrunni er einn besti ávöxtur sem finnst og gríðarlega hollur fyrir okkur, frábær fyrir meltinguna, fullur af vítamínum en hér er algjörlega búið að eyðileggja nokkuð sem kallast gæti hollt. Það er ekki bara hellingur af sykri í þessum viðbjóði heldur er einnig hægt að finna hér litarefni (sem búið er að banna víða), gervi-mangóbragð (já í alvörunni) og fleira. Sem sé...v.i.ð.b.j.ó.ð.u.r.  Hér er dæmi um það sem (samkvæmt einhverjum rannsóknum) þessi litarefni geta gert manni: http://www.feingold.org/effects.html  Svo er búið að plata neytendur aðeins meira með því að reikna ekki næringarinnihald í 100 gr heldur í 1/3 bolla sem er mjög ruglingslegt fyrir marga.Ekki láta blekkjast þó engin sé fitan, það er þeim mun meiri sykur (63 gr). Þá er MUN betra að borða venjulegt, þurrkað mango. Það er erfitt að fá þurrkaðan ananas hér á landi (sem er án sykurs og ekki efnameðhöndlaður) en hann getur maður keypt t.d. í London.

Þurrkaður ananas (inniheldur sykur, litarefni E-110 sem er í raun Artificial Coloring (Fd&c Yellow No 6) á upprunalegu umbúðunum (sama efnið en jafn ógeðfellt), mangóbragðefni, sýru (sítrónusýru), rotvarnarefni (brennisteinsdíoxíð).

Glúteinlaust:Mjólkurlaust:Hnetulaust:

Næringargildi í 100 gr: Orka (kcal): 310 Prótein: 0 gr Kolvetni: 78 gr Þar af sykur: um 63 gr Þar af trefjar: 3 gr Fita: 0 gr Þar af mettuð fita: 0 gr Þar af einómettuð: 0 gr Þar af fjölómettuð: 0 gr Transfita: 0 gr

Óhollustueinkunn: 0,5 (10 er hollast)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It