Óhollustusamkeppni notenda CafeSigrun: Keppandi #8

Seasoned Restaurant Style Croutons frá Mrs. Cubbison‘s

Brauðteningar

Tillaga frá Jónu S.

Ég velti því svolítið mikið fyrir mér hvort að væri óviðeigandi að vera með óhollustusamkeppni þegar fólk er kannski minna að hugsa um hvort hlutirnir eru hollir/óhollir heldur en hvort það eigi fyrir mat/ekki fyrir mat....Svo hugsaði ég með mér að þar sem keppnin væri nú meira til gamans þá væri bara gott að geta brosað út í annað yfir óhollustu...það er nefnilega algjör óþarfi að láta hollustu lönd og leið þrátt fyrir kreppu og auman fjárhag.

---

En svo við vindum okkur nú í brauðteningana þá eru margir sem eflaust hafa laumað þeim ofan á salatið í gegnum tíðina. Oftar en ekki eru þessir brauðteningar djúpsteiktir svo þeir verða extra kröntsjí og þeir luma á merkilega mikilli fitu miðað við stærð og umfang. Þeir bæta nefnilega alveg helling af hitaeiningum úr kolvetnum og fitu við venjulegt salat og ef þið eruð að hugsa um línurnar þá er þetta eitt af því fyrsta sem ætti að fjúka af salatdiskinum. Þá er mun sniðugra að fá sér t.d. ristaðar, muldar hnetur (hægt að steikja upp úr smá tamarisósu til að fá meira kryddbragð) og svo getur maður gert sína eigin brauðteninga með því að baka heimabakað speltbrauð í ofni (skera í bita) í 10-15 mínútur eða svo (við 180°C). Upplagt er að úða þá með smá vatni áður en þeir fara inn í ofn og krydda svo eftir smekk. Maður getur svo fryst brauðteningana og notað seinna (og hitað aftur í ofninum).

Brauðteningar þessir eru reyndar ekki djúpsteiktir en innihalda ýmislegt „áhugavert“ eins og litarefni, MSG (Monosodium Glutamate), transfitusýrur (úr hertri sojaolíu), high fructose corn syrup (sem er allt og alla að drepa í Bandaríkjunum og er búið að banna víða), o.fl. Það sem er líka mjög blekkjandi er að næringarefnataflan er reiknuð út miðað við hvern skammt (sem er 7 gr) en ekki út frá 100 gr sem segir manni miklu meira. Það er himinhá hitaeiningatala í brauðteningum, hellingur af kolvetnum og fitu en t.d. engar trefjar.

Innihaldslýsing: ENRICHED WHEAT FLOUR [FLOUR, BARLEY MALT, FERROUS SULFATE (IRON), "B" VITAMINS (NIACIN, THIAMINE MONO¬NITRATE (Bl), RIBOFLAVIN (B2), FOLIC ACID)), PARTIALLY HYDROGENATED SOYBEAN OIL, WATER, HIGH FRUCTOSE CORN SYRUP, SALT. CONTAINS 2% OR LESS OF: YEAST, ROMANO AND PARMESAN CHEESE (PASTEURIZED CULTURED MILK, BUTTERMILK, SALT, PARTIALLY HYDROGENATED SOYBEAN OIL, WHEY, DISODIUM PHOSPHATE, CITRIC ACID, SODIUM CASEINATE, LACTIC ACID, ENZYMES), SWEET DAIRY WHEY, MALTODEXTRIN, SPICES, NATURAL FLAVORS, GARLIC, PARSLEY, ROSEMARY, MONOSODIUM GLUTAMATE, PAPRIKA, DISODIUM INOSINATE.. AND GUANYLATE, CULTURED WHEY, TURMERIC.. AND ANNATTO EXTRACTS (COLOR), SOY LECITHIN.

Glúteinlaust: Nei Mjólkurlaust: Nei Hnetulaust:

Næringargildi í 100 gr: Orka (kcal): 428 Prótein: um 10 gr (minna en 1 gr í hverjum 7 grömmum) Kolvetni: 57 gr Þar af sykur: um 10 gr (minna en 1 gr í hverjum 7 grömmum) Þar af trefjar: 0 gr Fita: 14 gr Þar af mettuð fita: ekki tekið fram Þar af einómettuð: ekki tekið fram Þar af fjölómettuð: ekki tekið fram Transfita: (ekki tekið fram en inniheldur pottþétt transfitusýrur þar sem notuð er hert sojaolía)

Óhollustueinkunn: 1,5 (10 er hollast)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Alma María
16. okt. 2008

Ég segi nú bara "JUKK"

Kristín
09. nóv. 2008

ég segi bara að ég vona að innflytjendur á svona óþarfa, óhollum vörum verði ekki skammtaður gjaldeyrir. Það verður kannski einn af jákvæðum punktum í kreppunni að úrvalið á fáranlegum matvörum í íslenskum verslunum (og það er sko miklu meira en nóg af því!) minnki!