Óhollustusamkeppni notenda CafeSigrun: Þátttakandi #7

Nusco - heslihnetu og súkkulaðimauk Tillaga frá Guðrúnu

Nusco súkkulaðimauk

Ég held reyndar ekki að lenskan hér sé að smyrja brauð með súkkulaði eins og gjarnan er gert t.d. í Bandaríkjunum en þar ræður Nutella ríkjum. Það er merkilega mikið af fitu og hitaeiningum í þessari vöru. Það sem er óþolandi er að ekki er tekið fram hversu mikið af fitunni er mettuð. Einnig grunar mig að transfitusýrur sé að finna því jurtaolían er hert að hluta. Þar fyrir ofan er svimandi hátt kolvetnahlutfall og líklegt að það sé meirihluti sykur því það er jú tekið fram í fyrsta sæti. Þetta er sem sagt sykurmauk.....með kakóbragði! Það eina jákvæða er að ekki virðist vera mikið um auka-eða gerviefni en þó er tekið fram að notað sé aroma .....sem er svolítið "sveigjanlegt". Svo er talað um á krukkunni að um heslihnetumauk sé að ræða...en aðeins 4% innihaldsins er heslihnetur! Merkilegt hvað framleiðendur komast upp með. Þá er skárra að fá sér lífrænt framleitt hnetusmjör án sykurs eða jafnvel mauka saman tahini (sesammauk), smá kakó/carob og agavesíróp...það er fín blanda.

Innihaldslýsing: Sykur, jurtaolía (hert að hluta), heslihnetur (4%), fitulítið kakóduft, mjólkursykur, undanrennuduft, sojaduft, íruefni: sojalesitín, bragðefni.

Glúteinlaust:Mjólkurlaust: Nei Hnetulaust: Nei

Næringargildi í 100 gr: Orka (kcal): 559 Prótein: 2,7 gr Kolvetni: 60,8 gr Þar af sykur: 16 gr Þar af trefjar: 4-8 gr Fita: 33,8 gr Þar af mettuð fita: ekki tekið fram Þar af einómettuð: ekki tekið fram Þar af fjölómettuð: ekki tekið fram Transfita: 0,5 gr (ekki tekið fram en er alveg örugglega eitthvað þar sem notuð er jurtaolía og hún er hert að hluta)

Óhollustueinkunn: 3,5 (10 er hollast)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Elisabet
06. okt. 2008

Ok veit að ég á ekki að segja frá þessu en sumarið ´98 vann ég á hóteli í algjöru krummaskurði í Noregi,, gjörsamlega out of nowhere,,, morgunmaturinn minn í 3 mánuði var brauð með svona súkkulaði og kók, hádegismaturinn og kvöldmaturinn var svo kók og súkkulaði,,, en á gjörsamlega rústaði á mér maganum og ældi blóði þegar ég kom heim í venjulegan mat... en en en ég missti 15 kg þetta sumar og fannst það ÞÁ algjörlega þess virði,, jesús myndi leggjast inn ef ég myndi ganga í gegnum þetta aftur,, úff

CafeSigrun.com
06. okt. 2008

ELÍSABET þó...þetta er nú bara eins að skrifa klámsögu á vefsíðu nunnuklausturs he he.

Elisabet
06. okt. 2008

Ha ha ha var líka að hugsa hvort að ég ætti að þora að koma með þetta hérna inn,,,,,,