Með og á móti

Komin heim frá London. Var að hugsa á leiðinni frá flugvellinum um svona pros and cons lista (með og á móti)...veit að þetta er ekki algilt (t.d. er meiri mengun í London, lengri tíma tekur að komast út í náttúruna (sem Íslendingar eru reyndar að spilla o.s.frv.) og sumt er alhæfing....en samt...(Jóhannes skammaði mig fyrir að vera of pirruð þannig að þið verðið bara að taka þessu eins létt og þið getið :))

Hafa ber í huga að þar sem gengi íslensku krónunnar er í frjálsu falli (199 núna) þá er ekki hægt að reikna verð yfir í íslenskar krónur og segja "hmm bara sama verð á Íslandi). Ég miða verð í báðum löndum við hlutfall af mánaðarlaunum. Þar sem ég fæ laun á báðum stöðum (og þekki innkaup vel eftir að hafa búið í London í 6 ár) þá get ég borið þetta saman.

  • Í London var 16 stiga hiti og sól í gær (búið að vera alla vikuna), hér var 1 stigs hiti og rok.
  • Í London er hægt að kaupa lífrænt ræktaðar cashewhnetur á 6 pund kílóið, hér kostar það nálægt 6 þúsund.
  • Í London er hægt að fá free range og organic kjöt, hér er allt kjöt sprautað með alls kyns efnum, dýrin eru í búrum (svín og hænur aðallega) og fáir eru að huga að velferðarmálum dýra..
  • Í London kostar 400 ml af sjampói frá Loreal enn þá 2.18 pund (þrátt fyrir kreppuástand), hér kostar það tæpar 600 krónur og fer hækkandi (hef notað þetta sjampó í verðkönnunum). Það var á 3 fyrir 2 tilboði eins og yfirleitt.
  • Í London kaupir maður 1 lítra af besta mögulega lífrænt framleiddum appelsínusafa á 1.98, hér er það nálægt 500 krónum (ekki lífrænt framleiddur) og fer hækkandi.
  • Í London er hægt að kaupa Green and Black's súkkulaði á 1.90 pund, hér er það nálægt 400 krónum og fer hækkandi.
  • Í London kostar St. Dalfour sulta enn þá 1.85, hér kostar það nálægt 400 krónum og fer hækkandi.
  • Í London virka almenningssamgöngur það vel að maður hugsar ekki einu sinni um bílleysi, hér virka strætóar ekki/illa og það er alltaf rok.
  • Í London er fullt af öðruvísi fólki...t.d. einn með mörgæs úr plasti í fullri stærð undir hendinni, menn í pinnahælum (en samt bara venjulegir karlar í karlafötum), fólk með bleikt hár, alvöru pönkara með alvöru hanakamba, fólk er líka fjölbreytilegt í tungu, menningu og í útliti, hér eru allir eins.
  • Í London er fólk t.d. í matvörubúð almennt kurteist, hér ryðst fólk á mann með innkaupakerrur með frekju og yfirgangi án þess að segja afsakið.
  • Í London eru heilsubúðir svo flottar og girnilegar og á góðu verði að mann langar helst að flytja inn í þær, hér eru þær svo dýrar að maður skammast sín fyrir að opna veskið.
  • Í London er úrvalið af góðum veitingastöðum svo mikið að maður á erfitt með að velja úr, hér er hending ef veitingastaður lifir af mánuðinn.
  • Í London opnar enginn góðan veitingastað án þess að huga að velferð dýra, notkun á msg, transfitu, endurvinnslu og endurnýtingu o.fl., hér eru veitingamenn 10 árum á eftir (margir) og er oft alveg sama, svo lengi sem verði er haldið niðri (eðlilegt miðað við hversu erfitt er að reka veitingahús hér á landi).
  • Í London eru skemmtilegir götulistamenn sem lífga upp á daginn, hér er þeim bannað að athafna sig.
  • Í London er ég glöð og í góðu skapi, hér er ég pirruð og í vondu skapi (ok ekki alltaf).
  • Í London getur maður legið í grænum garði í miðri borg og notið lífsins, hér í RVK eru 2 garðar og þar er alltaf kalt, alltaf rok og alltaf hundaskítur.
  • Jæja...hætt að röfla........þið sjáið hvert stefnir........
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Gagga
01. okt. 2008

Sæl

Smá ábending svo rétt sé rétt:)

Green and Black’s súkkulaði og St. Dalfour sulta kosta bæði undir 300kr í Bónus!

CafeSigrun.com
01. okt. 2008

Ha ha ég miða við svipaðar verslanir hér og í London þ.e. Hagkaup og Waitrose (sem er sambærileg Hagkaup) svo að verðviðmið sé rétt. Það væri ekki rétt að bera saman t.d. Bónus hér á Íslandi og svo sælkerabúð í London fattarðu :)

Elisabet
02. okt. 2008

æ elsku kellingin mín,, þó svo ég skilji algjörlega hvað þú ert að fara þá get ég nú samt ekki annað en glott við þennan súra/skemmtilega lestur ! Maður fer nefnilega allt of oft í þann pakka að hugsa "æ svona er þetta bara bla bla"...

En annars,, velkomin heim í góða veðrið,,brrrrrr

Oddný
02. okt. 2008

ég skil þig svo vel, ég get verið óþolandi þegar ég missi mig í Barcelonanostalgiu og þá er Ísland ómögulegt að öllu leiti.

Er að fara í næstu viku, get ekki beðið. Spurning hvort maður komi nokkuð heim:)

CafeSigrun.com
02. okt. 2008

He he...gott að einhver skilur mann :)

Kristin
02. okt. 2008

Hae hae, ég hef laumulesid siduna thina (sem er mjög fraedandi og skemmtiileg) i smà tima og skil vel pirring thinn uti allt à Islandi en mig langadi bara ad spurja afhverju thu fluttir eiginlega heim?

Svo verd ég ad vera osammàla ther um ad allt almennings-samgangnakerfid virki einsog smurt i London, thad er einfaldlega hörmung midad vid td Paris! Allavega ef thu tharft ad komast um bord i Northern line à Clapham north à morgnanna...ef thad er thà ekki signal failure!

Kaer kvedja,

Kristin

Sigrún
02. okt. 2008

Kristín: Ég flutti heim vegna vinnunar minnar í smá tíma en við ætlum að flytja aftur til London. Frekar en að röfla endalaust er betra að gera eitthvað í málinu ekki satt. Það er bara erfitt eins og staðan er á alþjóðamarkaði og krónan í frjálsu falli...ekki besti tíminn til að gera eitthvað..best að bíða meðan "veðrinu slotar".

He he..."Signal Failure"...eitthvað sem allir Londonbúar kannast við og allir hata að heyra (og enginn veit hvað þýðir almennilega). Ekki má gleyma því þegar lestarnar virka ekki vegna of mikillar rigningar, snjóa (1cm), of margra laufblaða á teinum, of mikillar sólar (teinar bogna) o.s.frv. Það sem er líka merkilegt er að sama lestarkerfi, jafn gamalt sett upp á sama tíma er á Indlandi en virkar fínt!

Að öllu gamni slepptu þá er ég nú aðallega að meina strætósamgöngur því ég notaði þær miklu meira en lestarnar. Á Íslandi er bara ekki hægt að taka strætó svo vel sé. Ég þurfti á tímabili að nota strætó) og var nær dauða en lífi úr kulda þegar ég stóð í norðanstrekkingnum í 30 mínútur eða beið í slyddu og/eða hávaðaroki. Það verður nú ekki svo kalt í London og maður þarf aldrei að bíða lengi eftir strætó þar. Ég bjó við hliðina á Regent Street og strætóar á um 3-5 mínútna fresti :)

Anna Stína
02. okt. 2008

Hæ hó - eruð þið bara að flytja ;-) Það er margt ómögulegt á Íslandi, en svoleiðis er það nú alls staðar, pros & cons eins og þú segir réttilega. Hér í Köben er fullt af bæði p & C, en bara frábært að skipta um umhverfi !! Vertu bara sæl að þurfa ekki að vera að flytja krónu milli landa dags daglega, það er HRIKALEGT !!!!!

kv. Anna Stína - sem á ekki krónu með gati í dag, nema jú nokkrar danskar með gati !!

Sigrún
02. okt. 2008

Já Anna Stína...ég svitna fyrir ykkar hönd og allra þeirra sem eru að nota greiðslur einhverra hluta vegna frá Íslandi....hrikalegt alveg. Við vorum einmitt að svekkja okkur á því að eiga ekki fullt af peningum inni á bók í UK...væri gaman að flytja nokkur þúsund pund hingað. En já við erum held ég alveg búin að ákveða að flytja aftur út...í London eigum við heima eða það segja hjörtu okkar :) Bið að heilsa G, F og S :)

Kristin
03. okt. 2008

Jà laufblöd à teinunum, thad er alger klassiker ;-)

Eva Dögg
03. okt. 2008

skil tig svooo vel!!!!!!! en ég held tó ad tad sé nánast ómögulegt fyrir íslenska íslendinga sem aldrei hafa búid erlendis ad skilja tetta!! ...eda tú skilur hahahaha...!! En já sumum er líka bara alveg sama um tetta allt saman!! (...gæti kallast sér íslenskt) en já proc and cons addí ad ísland er líka alveg yndislegt á margan hátt!!! og íslendingar hressastir og skemmtilegastir!!!......