Óhollustusamkeppni CafeSigrun: Þátttakandi nr. 8

Kellog‘s Special K orkubiti

Kellog's Special K orkubiti

Þegar ég var að vinna í London var mjög algengt að fólk á skrifstofunni væri með 1-2 Kellogs Special K orkubita með sér (enda auglýst sem heilsuvara). Ég ætla að segja ykkur hér með að það væri alveg eins gott að fara í sjoppuna og fá sér bland í poka. Virkilega góð markaðsherferð og að þessi vara sé auglýst sem eitthvað hollt er fáránlegt en neytendur láta blekkjast, líka á Íslandi. Morgunkornið (Special K) er engu skárra en ég verð að segja að ég lét líka blekkjast hérna í gamla, gamla daga. Þetta er auðvitað alveg fáránlega bragðgott (enda heeellingur af sykri) og ég trúði því að morgunkornið væri hollt. Það skiptir engu máli hvað hlutirnir eru "vítamínbættir" því 35 grömm af sykri í 100 grömmum er ROSALEGT. Það kemur ekkert í staðinn fyrir alvöru vítamín úr matnum okkar og við ættum ekki að láta blekkjast yfir viðbættum vítamínum í því sem er óhollt. Ef matvara er nægilega holl þarf ekki viðbætt vítamín....er það nokkuð?

Þessir bitar eru ekki einu sinni próteinríkir (sem hollir orku-hnetubarir eru með jafnmörgum hitaeiningum). Hefur ykkur aldrei fundist þessir bitar of góðir til að vera sannir (hef stundum heyrt þá lýsingu)???? Það er svo innilega satt. Ég tek aftur fram að það sama á við um morgunkornið Special K. Varðandi svona orkubita er 100 sinnum sniðugra að búa til sína eigin eins og t.d. Flap Jack (og mjög einfalt líka). Maður getur fryst þá og tekið með sér í vinnuna eða skólann og þeir innihalda helling af alvöru vítamínum, próteinum, flóknum kolvetnum o.fl.

En aftur að þessum svokölluðu orku-vítamínbitum frá Special K. Þeir innihalda meðal annars bragðefni (jarðaberjabragð og eitthvað furðulegt með jarðarberjabragði sem á að vera ávöxtur), helling af sykri auðvitað en sykurinn heitir ýmsum nöfnum (til að rugla ykkur) eins og Sugar, Glucose Syrup, Barley Malt, Fructose, Sugar (aftur), Dextrose, Sugar (aftur). Sorbitol og Glycerol er einnig notað en þessi efni eru sætuefni og geta valdið alvarlegum niðurgangi ef neytt er í of miklu magni (meira en 30 gr á dag). Ef einhver býður ykkur upp á þennan óþverra skuluð þið hlaupa langt, langt í burtu frá honum (og helst fara heim og búa til holla orkubita!!).

Innihaldslýsing: Kellogg‘s Special K Cereal (44%), Rice, Wheat (Wholewheat, Wheat Flour), Sugar, Wheat Gluten, Defatted Wheatgerm, Dried Skimmed Milk, Salt, Barley Malt, Flavouring, Vitamin C, Niacin, Iron, Vitamin B6, Riboflavin (B2), Thiamin (B1), Folic Acid, Vitamin B12, Glucose Syrup, Strawberry Flavour Fruit Pieces (8%) (Sugar, Cranberries, Citric Acid, Strawberry Flavouring, Elderberry Juice Concentrate), Fructose, Vegetable Oil, Sugar, Dextrose, Humectant (Sorbitol, Glycerol), Dried Skimmed Milk, Milk Whey Powder, Calcium Carbonate, Milk, Sugar, Flavourings, Emulsifier (Soy Lecithin), Antioxidant (E320)

Glúteinlaust: Nei Mjólkurlaust: Nei Hnetulaust:

Næringargildi í 100 gr: Orka (kcal): 400 Protein: 8 gr Kolvetni: 75 gr Þar af sykur: 35 gr Þar af sterkja: 39 gr Fita: 8 gr Þar af mettuð fita: 3,5 gr Þar af einómettuð: ekki tekið fram Þar af fjölómettuð: ekki tekið fram Transfita: ekki tekið fram

Óhollustueinkunn: 2,0 (10 er hollast)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Jóhanna
28. júl. 2008

Hahahahahahaha.... hversu fyndið er það eiginlega að "sugar" komi svona oft fyrir? Er þetta e-ð grín hjá þeim, eða? :-D

Alma María
29. júl. 2008

Þvílík og önnur eins upptalning í innihaldslýsingunni. Hef aldrei lesið hana enda kaupi ég auðvitað ekki svona rusl. Ótrúlegt hvað fólk lætur glepjast af auglýsingum og telja að þetta sé eitthvað hollara en snickers. Já, ég er þessi leiðinlega sem kem með sannleikann um þessa "hollustu" þegar einhver er að reyna að vera "hollur" og borða þetta bjakk (eða eitthvað annað svipað) í staðinn fyrir daglega súkkulaðið.