Óhollustusamkeppni CafeSigrun: Þátttakandi nr. 6

Batchelors Savoury Chicken Flavour Rice

Hrísgrjón með kjúklingabragði Ég veit að flestir vita að svona tilbúnir réttir eru óhollir....mér finnst rétt að benda á það líka svona til öryggis. Batchelors (og sambærilegar vörur) nota nefnilega margir sem eru að flýta sér. Það væri þó sniðugt að hægja aðeins á sér og elda frekar hrísgrjón með kjúklingi og upplagt að nota afganga af hrísgrjónum og t.d. paprikur og gulrætur úr ísskápnum...það þarf stundum smá tíma í að útbúa hollan mat en verðlaunin eru margföld bæði í bragði og heilsu. Ég veit að háskólanemar (og auðvitað aðrir) borða gjarnan Batchelors en það er engin afsökun, pasta með hollri tómatsósu og jafnvel mögru nautahakki (fyrir kjötætur) eða pottréttur með grænmeti er mun betri kostur og getur mallað í pottinum á meðan maður les í bók. Einnig má frysta slíkan mat í nokkru magni og hita upp síðar. MSG, bragðefni (ekki sagt hvaða), sykur, transfita og hert fita er ekki hollt fyrir neinn.  Tókuð þið eftir því að framan á pakkanum stendur Chicken Flavour (Kjúklingabragð) en í innihaldslýsingu er hvergi kjúklingur. Það finnst mér scary.

Innihaldslýsing: Rice, Yeast Extract, Flavouring (contains Soya), Dried Red Peppers, Dried Pees, Dried Carrot, Flavour Enhancer (Monosodium Glutamate, Potassiom Chloride), Salt, Hydrogenated Vegetable Oil, Turmeric, Natural Flavourings, Dried Parsley, Sugar, Milk Powder and Wheat Flour

Glúteinlaust: Nei Mjólkurlaust: Nei Hnetulaust:

Næringargildi í 100 gr: Orka (kcal): 346 Protein: 9,6 gr Kolvetni: 73,1 gr Þar af sykur: 1,9 gr Fita: 1,7 gr Þar af mettuð fita: 0,5 gr Þar af einómettuð: ekki tiltekið Þar af fjölómettuð: ekki tiltekið Transfita: ekki tiltekið en notuð er hydrogenated vegetable oil

Óhollustueinkunn: 3,0 (10 er hollast)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Eva Dögg
14. júl. 2008

ojoj.... takk fyrir ad koma med svona gód hollusturád sem ad madur getur nýtt sér í stadin :) (og líka tortilla pönnsurnar) láttu tér nú annars bara batna!!!

heilsukvedjur frá DK