Óhollustusamkeppni CafeSigrun: Þátttakandi nr. 5

Tortilla vefjur

Tortilla vefjur Nú á ég eftir að skemma næstu lautarferðir og kvöldmata fyrir einhverjum (so sorry).......

Ef ég hefði ekki skoðað utan á vefjupakka einhvern tímann í den hefði ég haldið áfram að kaupa þær í mörg ár. Ég hélt alltaf að þær væru ágætlega hollar. Núna kaupi ég vefjur eingöngu í heilsubúðum og hef gert mínar eigin líka. Venjulegar vefjur innihalda meðal annars transfitusýrur (partially hydrogenated vegetable oil) en það er ekki tekið fram í upplýsingum um fitu. Það er einnig sykur í vefjunum (í innihaldslýsingu) en magnið er ekki tekið fram sérstaklega heldur er eingöngu talað um kolvetni. Í vefjunum er svo heill hellingur af E efnum. Vefjur eru þó ágætlega próteinríkar og innihalda ekki mikla fitu svo þær fara örugglega ekki í neðsta sætið í óhollustusamkeppni CafeSigrun.

Hér er ein uppskrift í staðinn að hollum vefjum fyrir þá sem vilja prófa: 2 bollar spelti (fínt), 1 tsk sjávarsalt, 1 tsk lyftiduft, 4 mtsk kókosfeiti, 2/3 bolli vatn (öllu blandað saman, hnoðað lauslega, skiptið í 8 hluta, stráið með hveiti og setjið í plastpoka til að geyma. Fletjið út og hitið á pönnu í 30-40 sekúndur á hvorri hlið. Setjið rakt viskustykki yfir bunkann). Hægt er að frysta kökurnar en setja þarf bökunarpappír eða plast á milli hverrar köku).

Innihaldslýsing: Wheat Flour (60%), Water, Vegetable oils and fats (partially hydrogenated), salt, citric and malic acid, sugar, emulsifiers (E471, E472e), raising agent (E500, E450), preservatives (E202, E282).

Glúteinlaust: Nei Mjólkurlaust:Hnetulaust:

Næringargildi í 100 gr: Orka (kcal): 311 Protein: 10,1 gr Kolvetni: 49,4 gr Þar af sykur: ekki tekið fram Fita: 8,2 gr Þar af mettuð fita: ekki tekið fram Þar af einómettuð: ekki tekið fram Þar af fjölómettuð: ekki tekið fram Transfita: ekki tekið fram (en eru til staðar)

Óhollustueinkunn: 5,0 (10 er hollast)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Jóhanna
07. júl. 2008

Ohhh ég trúi þessu ekki! :-( Ég hélt einmitt að þær væru bara "nokkuð hollar". Svekkelsi.is

Elísabet
07. júl. 2008

Nei Sigrún, þar fórstu alveg með það, ég elda nánast aldrei, aldrei, en var búin að fatta það að búa til svona með voða hollu dralsi inní, arg, hvað geri ég nú??

Er komin til baka frá Peking, ferðin gekk voða vel og ekkert ves,,

Vona að núna fari þetta allt að koma hjá þér og þessi hné leiðindi fari að hætta að hrjá þig.

Sigrún
07. júl. 2008

Æi ég vissi það.....en sannleikurinn verður að koma í ljós he he.

Elísabet.....í vetur kemurðu í heimsókn til okkar og færð almennilegan heimatilbúinn, hollan mat og ferð svo að búa hann til sjálf..engin miskunn. Þú getur búið til fullt af hollum (m.a.s. afrískum) mat og ódýrum námsmannamat til að byrja með undir leiðsögn CafeSigrun he he. Nú er bara að kaupa vefjur í heilsubúð og halda áfram að setja hollt drasl inn í :)

Gott að gekk vel í Peking :)

P.s. nýi afrika.is vefurinn er aaalveg að verða tilbúinn (afrísku uppskriftirnar komnar inn)

Elísabet
08. júl. 2008

He he já,, lýst vel á það, verður líka allt miklu auðveldara að vera komin suður og komast í almennilegar búðir, heima er bara samkaup og bónus, voða lítið alvöru úrval í hillunum þar.

Hlakka til !!!!

Hey já og kýki á þetta, spennnnnandi,,,

Elísabet
08. júl. 2008

Bara ég aftur. Ok síðan verður geggjuð þegar hún verður tilbúin. Það sem ég get gleymt mér í myndunum þínum, þú ert snillingur að taka myndir, heimta sýningu. Og núna eftir að hafa legið yfir þeim er ég alveg VEIK,,,,, verð að fara þarna. Svo er líka svo gaman að ég á nokkrar myndir af sama fólkinu/krökkunum og þú, manni finnst maður pinu "þekkja" suma þarna,,,

Kata ókunnuga
10. júl. 2008

Ætli whole wheat tortillurnar séu ekki örlítið betri fyrir mann samt?

CafeSigrun.com
10. júl. 2008

Sæl Kata

Myndi halda að E-efnin væru þau sömu, eini munurinn er líklega í aðeins minni sykri (þarf þó ekki að vera). Yrði mjög hissa ef annað innihald breyttist.