Óhollustusamkeppni CafeSigrun: Þátttakandi nr. 3

Bac-Os frá Betty Crocker

Mynd af Bacos umbúðum

Innihaldslýsing: Defatted Soy Flour, Partially Hydrogenated Soybean Oil, Water, Salt, Sugar, Artificial and natural flavor, Red 40 and other color added, Soy sauce (Water, Wheat, Soybeans, Salt), Hydrolyzed Vegetable Protein (Corn, Soy, Wheat).

Glúteinlaust: Nei Mjólkurlaust: Já Hnetulaust: Já

Næringargildi í 100 gr: Næringargildi í 100 gr: Orka (kcal): 359,5 Protein: 35 gr Kolvetni: 25 gr Þar af sykur: 1 gr Fita: 17 gr Þar af mettuð fita: 0 gr Þar af einómettuð: 7 gr Þar af fjölómettuð: 0 gr Transfita: 0 gr

Umsögn Gæti tekið titilinn fyrir óhollustu matvöruna....Mörgum finnst gott að dreifa Bac-Os yfir salöt og fleira. Persónulega myndi ég frekar dreifa rauðamöl yfir mitt salat en líklega eru ekki allir á sama máli. Það er aftur á móti nákvæmlega ekkert hollt né náttúrulegt við þessa vöru. Ekkert. Fleskbitar (baconbitar) sem grænmetisætur mega borða? Úr soja? Sérlega furðulegt. Inniheldur umbreyttar olíur, herta fitu, litarefni og bragðefni o.fl. Meira að segja er minnst á að "öðrum litarefnum" sé bætt við en ekki er tekið fram hvaða litarefni þetta eru sem er dálítið gruggugt. Betty Crocker er uppáhald amerískra húsmæðra (og fleiri auðvitað bæði karla og kvenna, heimavinnandi og útivinnandi) en þetta vörumerki ætti að banna með öllu. Það er ekki ein holl afurð sem framleidd hefur verið undir þessu merki. Ekki er tekið fram að um óerfðabreytt hráefni sé að ræða og má því jafnvel álykta að þau séu eitthvað erfðabreytt. Athugið að litarefnið Red 40 (E 129) er talið tengjast hegðunarvandamálum eins og ofvirkni í börnum.

Red 40 er ekki búið til úr skordýrum eins og margir halda en Carmine (sem er svipaður litur) er m.a. búinn til úr mexikönskum bjöllum.

Óhollustueinkunn: 1,5 (10 er hollast)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It