Óhollustusamkeppni CafeSigrun: Þátttakandi nr. 1

Honey Nut Cheerios

Honey Nut Cheerios

Innihaldslýsing: Heilir hafrar, sykur, hafraklíð, maíssterkja, hunang, púðursykurssíróp, salt, kalsíumkarbónat, þrínatríumfosfat, repjuolía, sink og járn (steinefni), C vítamín (askorbínsýra), B vítamín (níasínamíð), B6 vítamín (pýridoxín vetnísklóríð), B2 vítamín (ríbóflavín) B1 vítamín (þíamín, mónónítrat), A vítamín (palmítat), B vítamín (fólinsýra), B12 vítamín, D vítamín, náttúruleg möndlubragðefni, hveiti, E vítamín (blönduð tókóferól). Inniheldur möndlur og hveiti

Glúteinlaust: Nei Mjólkurlaust: Já Hnetulaust: Nei

Næringargildi í 100 gr: Orka (kcal): 377,1 Protein: 9,4 gr Kolvetni: 79,1 gr Þar af sykur: 33,9 gr Þar af trefjar: 7,5 gr Fita: 4,9 gr Þar af mettuð fita: 0,9 gr Þar af einómettuð: 1,8 gr Þar af fjölómettuð: 1,7 gr Transfita: 0,5 gr (ekki tekið fram)

Umsögn: Margir misskilja þetta með hunangið og hafrana og halda að Honey Nut sé hollt. Þvert á móti. Vítamínbætt jú, en 33,9% af Honey Nut Cheerios er sykur. SYKUR. Ok það er svo sem til óhollari morgunmatur (engin litarefni í Honey Nut til dæmis) en það væri svo miklu betra að sjóða smá hafragraut með örlitlu af hunangi út í og söxuðum möndlum. Honey Nut er fitulítið en megnið af orkunni kemur úr sykri sem er aldrei góð byrjun á deginum.

Óhollustueinkunn: 3,5 (10 er hollast og 0 óhollast)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

sigga
08. jún. 2008

gott framtak hjá þér, ég held það sé mikilvægt að fólk læri að lesa í innihaldslýsingarnar. Það er alltof mikið markaðssett sem hollustuvara en er það alls ekki. Ef það er búið að minnka fituhlutfallið í vörunni þá er oft buið að bæta sykri við í staðinn.

Elísabet í Kína
08. jún. 2008

ég er nú svo mikill álfur að þó svo að ég lesi aftan á vörurnar að þá er ég ekkert endilega viss um það hvort hún sé óholl eða holl. Geri bara mun á próteinum,fitu og kolvetnum,, kann ekkert á hitt allt saman. Og hmm verð að viðurkenna að ég er ein af þeim sem hélt að special k væri holt,,, Og efast svo um að þessar núðlur og hrísgrjón sem ég borða hér í kína í flest mál séu eitthvað holl en kínverjarnir vilja nú samt meina að þeir séu miklu hollari en t,d japanarnir. Held samt sko að ég minnki bara við það að borða með prjónum því það fer svo lítið á þá og ég hef ekki þolinmæði í að klára matinn minn,,thíhíh,

Knús frá Kínalandi

CafeSigrun.com
08. jún. 2008

Kínverjar eru víst sú þjóð sem er hvað helst allra þjóða að kála sér á sykursýki. Minnir að einhverjar 20 milljónir manna séu með sykursýki I. Þegar ég skoða utan á kínverskar pakkavörur er ég yfirleitt í sjokki því þeir fylgja engum reglum...þeir setja bara hvað sem er í matinn, aðallega þó sykur og MSG og svo alls kyns furðuleg efni sem eru bönnuð víða annars staðar í heiminum!!!

Heyrði einu sinni mjög góða reglu varðandi hollustu frá Japana: "Ef forfeður þínir borðuðu það ekki, ættir þú ekki heldur að borða það"

Kínverskur heimilismatur er mjög hollur þ.e. grænmeti, grjón, núðlur o.fl. en keyptur matur er hrikalegur. En svo sem...ef þú ert ekki með meltingartruflanir og hausverk alla daga hlýturðu að vera að borða rétt þarna í Kína :)

Hildur
09. jún. 2008

Sæl Sigrún!

Ég skil ekki þetta með vítamín-bætinguna. Maður skildi halda að það væri jákvætt, en svo heyrði ég að Danir hafi bannað innflutning á Special K, Cornflakes og Cheerios, af því að það var vítamínbætt. Þá OF vítamínbætt?

Takk fyrir FRÁBÆRA síðu.

Hildur

Jóhanna
09. jún. 2008

Flott framtak :-)

Elísabet í Kína
09. jún. 2008

ha ha,,, já maður sér það t,d á ávaxtasöfunum hvað þeir eru mismunandi hérna, sumir eru 100% sykur, þvílíkur viðbjóður. Er fín í maga og haus svo lengi sem ég læt allt kjöt vera hérna. Ákvað það líka snemma að sleppa því bara alveg þar sem maður veit í rauninni ekki hvaða kjöt er verið að bjóða manni upp á.