Sykurlausi kjúklingurinn

Á blaðsíðu 31 í Fréttablaðinu í dag er auglýsing frá Ali. Þar er sagt frá nýjung í kjúklingakjötsframleiðslu:

„Metnaðarfull framleiðsla á fersku og hollu kjúklingakjöti“. Sem er hið besta mál. Það sem mér finnst svo fyndið...svona sem grænmetisætu er að það þurfi að auglýsa að kjötið sé nú 100% kjöt (rosaleg nýjung) og það er ekki viðbættur sykur, né hormón, né bragðefni, né rotvarnarefni og ekki vatn heldur. Ekkert af þessu kemur mér svo sem á óvart þ.e. ég vissi að öllu þessu var bætt í kjötið (en af því flestir neytendur lesa ekki á innihaldslýsingu matvöru (sem er miður) þá hefur þetta yfirleitt ekki skipt máli...fólki er því miður alveg sama hvað það lætur ofan í sig). Mér finnst akkúrat ekkert meika sens við að það sé sykur í kjöti og sýnir hvað við erum langt, langt frá forfeðrum okkar. Betty Crocker vörur sýna það reyndar held ég best he he.

En pointið með þessari færslu sem sagt er að vekja athygli á því að auglýst er nýtt og sykurlaust kjöt og næringarríkt fóður kjúklinganna sem er frábært. Hins vegar er hvergi minnst á bættan aðbúnað fuglanna. Eru fuglarnir enn þá geymdir í búrum? Fá þeir að fara út undir bert loft? Fá þeir að kroppa í jörðina og baða sig í sandi? Þurfa þeir nokkuð að standa í eigin skít þangað til fæturnir sjóða í ammoníakinu? Er þeir nokkuð í búrum sem eru eins og A4 blað á stærð allt sitt líf?

Núna erum við á sama stað og Bretar voru fyrir um það bil 5 árum og af því ég ætla ekki bara að rífast endalaust í blogginu mínu og vera neikveið þá fagna ég þessu skrefi verulega. Við erum þó enn þá of sein, við erum enn þá á eftir mörgum öðrum löndum t.d. Norðurlöndum og auðvitað Bretlandi. Það dugar ekkert annað en Free range (hamingjusamir) kjúklingar. Kannski er þetta kjöt þannig sem verið er að selja en það er hvergi tekið fram. Ef einhver veit betur, endilega fræðið mig svo ég geti komið því á framfæri. Ég hvet þó fólk til að kaupa þetta kjöt frekar en þetta venjulega kjúklingakjöt (ef þið kaupið kjúkling á annað borð) því þetta er þó a.m.k. skref í áttina og ef framleiðendur sjá hag sinn í því að framleiða betra kjöt er von til þess að dýrin þurfi ekki að þjást okkar vegna. Þjáning dýra fyrir okkar neyslu meikar álíka mikinn sens fyrir mér eins og sykurbætt kjöt....sem sagt engan.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It