Hvað skal segja

Það er eitt sem ég skil ekki alveg. Hvernig getur manneskja sem fyllir körfuna sína af hollu hráefni (ekkert kex, ekkert rusl, engin unnin matvara, engin sætindi, ekkert gos, ekkert kjöt, enginn fiskur) borgað rúmlega 12 þúsund krónur fyrir körfuna? Sömu innkaup kosta um 45 pund í London og það meira að segja á mun betra hráefni og oft var í körfunni okkar kjöt af hamingjusömum kjúklingum. Sá sem kaupir óhollan mat hér á Íslandi (og víðar reyndar) er hins vegar að sleppa með afar ódýran reikning (nema síðar meir á ævinni). Ég skil þetta ekki alveg. Ég skil ekki hvers vegna fólki er "refsað" fyrir að vilja elda úr góðu hráefni, sérstaklega þegar fólk er með fjölskyldur? Af hverju er ekki holl matvara niðurgreidd og óholl vara skattlögð hærra? Það er ekki flókið að ákveða hvað er hollt eða hvað er óhollt. Ég skal taka að mér að ákveða það he he. Þetta myndi skila sér margfalt til baka út í þjóðfélagið, færri sjúkdómar, minna um sjúkrahúsdvöl o.s.frv. það er hreinlega ekki hægt að tapa á þessu.

Annars er ég búin að vera "of laus" og "of liðug" í svolítinn tíma þ.e. of laus í hnénu (hnéskelin mín fer á staði sem aðrar hnéskeljar aðeins dreymir um) og kjálkadruslan er föst aftur "big time". Kjálkinn losnar öðru hvoru í nokkra daga en refsar mér svo fyrir bjartsýnina og harðlæsist aftur í margar vikur. FREKAR óþolandi. Hnémálin eru afar flókin en vonandi finnst lausn á þessu fljótlega.

Nú er orðið bjart á morgnana á leið í ræktina (kl 6) og tími til kominn að draga fyrir glugga og sofa með trefil yfir augunum....ég GET ekki sofið í birtu..no way. Við þurfum líka að fara að huga að því hvað við ætlum að gera í sumar og það er a.m.k. ein hestaferð plönuð í júní. Veit ekki hvort ég get farið á hestbaki (út af hnénu) en ég verð allavega með, tek myndir og elda eitthvað sniðugt ofan í liðið... í versta falli. Annað er ekki planað svo sem nema vonandi göngur og svo kannski eitthvað skrepp til útlanda...aldrei að vita. Annars erum við að safna fyrir íbúð í London svo eins gott að spreða ekki of miklu :)

Svo fer að líða að því að ég sendi út uppskriftir á póstlistann...það verður svolítið afrískt þema..uppskriftir frá bæði Uganda, Rwanda, Kenya og Tanzaníu...Stay tuned.

Over and out...

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It