Upp- og niðurskurður

Niðurskurðurinn er ekki bara í útgjöldum (sjampóvísitalan hefur snarhækkað síðustu daga)..... Ég er búin að fækka myndunum úr ferðinni niður í 460 myndir (úr 2,490) sem mér finnst ansi vel af sér vikið. Ég er svona á lokametrunum og svo hendi ég þeim yfir á flickr myndasíðuna fyrir þá sem vilja skoða. Málið er...ég þyrfti að fækka um a.m.k. 200 myndir í viðbót en get það samt varla...sé til.

En af öðru er það að frétta að kjálkinn er FINALLY laus. Hann er búinn að vera fastur í tæpa 2 mánuði í allt og ég er orðin mjög þreytt á ástandinu. Hann reyndar losnaði stundarkorn á flugvellinum á Nairobi (af öllum stöðum) og ég gapti eins og gullfiskur á flugvellinum....Þetta er samt búið að vera ferlega glatað. Það er t.d. vonlaust að borða nokkuð sem er þykkara en 1cm nema að brytja niður í mola. Einnig er kúfaður gaffall af salati vonlaust dæmi þar sem meginpartur salatsins fer út fyrir munninn. Ég hef verið að borða bara eitt salatblað í einu en stundum gleymdi ég mér og stakk kúfuðum gaffli upp í mig sem bar auðvitað ekki góðan árangur. Einnig má það sama segja um grjón, pasta og allt annað sem getur hrunið af gaffli auðveldlega. Kjálkinn er þó ekki alveg 100% orðinn í lagi því hann er fastur fram að hádegi..það er allt í lagi því ég borða AB mjólk með heimatilbúnu muesli á morgnana svo það er ekki svo mikið mál. Vonandi helst hann svona (eða ekki verri) en kjálkalæknirinn lofaði samt engu.. Vissuð þið að við eigum að geta stundið þremur fingrum (lóðrétt þ.e. eins og við værum að heilsa einhverjum) upp í okkur, það er normið? Svo stefnir allt í uppskurð á hnénu blessaða (orðin löng, löng, löng saga)...hitti lækninn minn í næstu viku og þá fæ ég allt á hreint. En nóg um það..enginn nennir að lesa leiðinlegar sjúkrasögur.

En úr einu í annað....Ég er að hugsa um að nenna ekki að búa til carob páskaegg í ár...þau verða alltaf svo hroðalega ljót (stundum skil ég ekki hvernig ég get verið myndlistarmenntuð en samt svona klaufsk í höndunum). Kannski geri ég bara páskakonfekt....mér finnst heimatilbúið konfekt úr þurrkuðum ávöxtum og hnetum alveg svakalega gott.....

Anyways...áfram með niðurskurðinn....

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It