Ég og Madonna

Aldrei datt mér í hug að ég og söngkonan Madonna yrðum notaðar í sömu setningu. Ég gleymdi að segja ykkur frá því....Fyrst ég hef nákvæmlega ekkert annað að segja (fyrir utan að ég hlakka til að fara í górilluleiðangur í Rwanda) ætla ég að segja ykkur frá þessu. Þannig var að ég, Jóhannes, Caroline Reid (Pam Ann) og Tim Whitehead umbinn hennar sátum á Nordica eftir sýninguna hennar á fimmtudagskvöldinu og löptum bæði áfenga (þau) og óáefenga (við) drykki. Talið barst að áfengisdrykkju og þeim fannst báðum sniðugt að við drykkjum ekki. Þeim fannst enn þá sniðugra að við borðuðum ekki sælgæti eða ruslmat. Það var þá sem Caroline sagði "Já einmitt....þegar ég hitti Madonnu þá var húðin á henni bara eins og á unglingi og hún leit ótrúlega vel út..hún er einmitt svona ströng í mataræði eins og þú". Þannig var það nú :) Ég gaf Caroline og Tim líka hollt konfekt og þeim fannst það gott (sögðu þau bæði að minnsta kosti). Ég er bara mest fegin að hún líkti mér og Elton John (eða Cher) ekki saman. Þá hefði ég lagt niður vefinn minn, farið að grenja og borða nammi (ok ólíklegt en samt....).

Nú er planið að fá Caroline aftur hingað því það er hreinlega búið að grátbiðja okkur um það. Fólk hefur verið að hafa samband og er ótrúlega leitt yfir því að hafa misst af henni. Við erum að spá í Óperuna annað hvort í nóvember eða að ári liðnu. Það verður kúl. Kannski að hún taki Madonnu með sér og þá get ég eldað eitthvað gott fyrir hana he he.  Það vill þannig til að Tim er grænmetisæta og hefur verið frá því hann var barn og Caroline hefur minnkað við sig kjöt því kærastinn hennar sem er grískur er líka grænmetisæta. Þeim fannst því kúl að það væri hægt að fá svona góðan grænmetismat á Íslandi (fórum með þau á Á næstu grösum)..held þau hafi ekki búist við því.....svona miðað við að hún borðaði hákarl rétt eftir viðtalið í Kastljósi. Ég dró hana upp í matsal og þar smakkaði hún á hákarli....

Þau báðu að heilsa til Íslands og sögðu bæði að þetta væri ein besta ferð sem þau hefðu farið í og geta ekki beðið eftir að koma aftur.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It