Jólagjöfin fyrir sushi fíkla

SushipúðarÞetta er jólagjöfin í ár fyrir okkur sushi fíklana. Hér getur maður lagt höfuðið á koddann og látið sig dreyma um sushi. Ég er nú meiri fíkillinn. Ég fékk mér sushi í morgunmat í gærmorgun, kvöldmat kvöldið áður og kvöldmat í gær.....Það var rosa sushi veisla í gær en nánar um það síðar.... Sweet sushi dreams!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

gunnhildur
20. nóv. 2007

takk fyrir þessa frábæru heimasíðu - ég hef aðeins prófað mig áfram - er aðeins byrjuð að breyta um stíl . ,,en er ekki mikill kokkur í mér ...ég fæ alveg hroll þegar ég les um hvað þér er oft kalt. mér var líka oft kalt , sérstaklega þegar ég var ófrísk en er núna flutt til asíu og nýt þess enn að hafa sumar allt árið - en maður verður kannski leiðiur á því líka ...

en ætlaði að spyrja þig hvar þú hafir séð þessa púða ?

bestu kveðjur frá kuala lumpur ,

gunnhildur

Sigrún
20. nóv. 2007

Hæ Gunnhildur og takk fyrir kveðjuna úr hlýjunni :) Stundum held ég að mig vanti einmitt hitann þarna úr austri :)

Ég veit ekki hvaðan þessi mynd er (fékk hana senda í pósti), annars set ég alltaf hlekkinn með. Þú getur slegið inn Sushi Pillows á google (í myndaleit) og þá færðu alveg helling af niðurstöðum.

Bestu kveðjur

Sigrún

CafeSigrun.com
22. nóv. 2007

Hæ Gunnhildur

Heyrðu ég var búin að steingleyma því að Hrund vinkona mín sendi mér slóðina að sushipúðunum í pósti og slóðin er þessi: http://shanalogic.com/item.php?item_id=534&page=2&category_id=54

gunnhildur
23. nóv. 2007

takk fyrir kærlega ! ég kíkti líka á google og það voru líka ansi margar síður . nota tækifæriði og þakka þér líka fyrir ferðalýsinguna á zanzibar . ég átti þar yndislega daga með fjölskyldu minni eftir vægast sagt mjög erfiða og langa 27 tíma rútuferð frá linlongwe til dar el salam ...

sendi þér sólargeisla frá malasíu

og svo fer ég að baka heilsukökur , bý reglulega til djús - hér er engifer svo ódýrt - ein stór rót kostar ca. 1 ringit , eða 20 cent eftir að barnið mitt fæddist hér þá sögðu mér kínversku konurnar að borða mikinn engifer

bestu ,

gunnhildur

CafeSigrun.com
23. nóv. 2007

Ekkert smáræðis spennandi að heyra frá einhverjum í Malasíu (gleymdi að segja það í hinum kommentunum)...það er nú eiginlega næstum því hinu megin á hnettinum sko.... Já engifer....mikið notað í Afríku líka eins og þú hefur örugglega rekið þig á, á ferðalögum :)

Gangi þér vel með baksturinn og allt hitt! Já og takk fyrir sólargeislana...held svei mér þá að það sé hætt að rigna....a.m.k. þessa mínútuna. :)