Komin frá London: Next stop Kenya

Jæja...þá erum við lent aftur. Við vorum einmitt að hugsa að það væri ekki nema  mánuður þangað til við færum á flakk aftur...en þá liggur leiðin til Kenya (eina ferðina enn...en ekki það að okkur finnist það sérstaklega leiðinlegt sko he he).

London var æði og það er ekki fræðilegur möguleiki fyrir mig að finnast ég vera í útlöndum þegar ég fer til London. Sex ára búseta þar hefur séð til þess. Það var magnað veður...rúmlega 30 stiga hiti og brakandi sól..svona eins og London getur orðið best á sumardögum. Maður nennir að sjálfsögðu ekki að hanga í búðum á svona dögum (ekki það að ég nenni því yfirleitt) en ég gat þó keypt mér þrjár uppskriftabækur "alveg óvart". Maður getur að sjálfsögðu ekki annað en keypt bækur í Books for Cooks (við Portabello). Ekki annað hægt. Við eyddum mestum tímanum í að sitja í grænu görðunum (Hyde Park og Soho Square) og lásum blöð og drukkum kaffi og borðuðum hollt og gott úr heilsubúðunum fínu sem ég sakna svo mikið að ég í alvörunni fæ tár í augun. Og grenja ég þó aldrei yfir neinu. Ég ætla ekki að skrifa um stærstu matvöruverslun Evrópu sem við skoðuðum á High Street Kensington.....Ég ætla ekki að minnast á að það sé heilsubúð heldur :( (Whole Foods Market).....ég verð bara að hugsa sem minnst um það þegar ég kaupi 500 gr af lífrænt ræktuðum möndlum á 1270 krónur hér en ekki 560 krónur úti...Til dæmis. Ég er nógu oft búin að rífast yfir verðlaginu hérna á Íslandi sem ég skil ekki...nenni ekki að æsa mig aftur.

Það var svo fyndið...talandi um hvað London getur verið heimilisleg. Ég held að Jóhannesi hafi verið heilsað um 5 sinnum úti á götu. Fyrst á hótelinu okkar...einn porterinn þar mætti Jóhannesi alltaf á leið í og úr vinnu á hverjum degi. Hann heilsaði Jóhannesi eins og gömlum vini. Síðar þann dag hitti hann fólk af fyrri vinnustað og þeir spjölluðu eitthvað. Daginn eftir var einn úr gymminu okkar sem heilsaði honum og sama dag var einn úr vinnunni hans Jóhannesar (annar) sem við rákumst á. Þetta er fyrir utan allt starfsfólkið t.d. á Starbucks og í útivistarbúðum sem heilsar okkur alltaf eins og týndum skyldmennum. Við hittum án gríns fleira fólk sem við þekkjum á götum í London heldur en í Reykjavík. Þannig er það yfirleitt. Svo furðulegt sem það kann að hljóma. Einu sinni fékk félagi okkar að gista hjá okkur úti og eftir að hafa rölt með okkur í smá stund um götur London spurði hann "þekkið þið ALLA í London"? Það er svooo notaleg tilfinning og alveg mátulega margir til að maður geti týnst í mannmergðinni en ekki of mikið að fólki til að finnast maður vera 'týndur' eða þannig. Erfitt að útskýra.

Við hittum vini okkar Pete og Mariu. Alltaf jafn gaman að hitta þau. Þau eru áströlsku-grísku vinir okkar (Maria var að vinna með Jóhannesi í Disney í 3 ár). Þau reka kaffihús rétt hjá þar sem við bjuggum og við fáum okkur alltaf kaffi hjá Mariu þegar við erum í London.

Svo hittum við Judith á neðri hæðinni (þar sem við bjuggum) en hún safnar póstinum fyrir okkur. Voða indæl og vill selja okkur íbúðina sína þegar hún flytur eftir 2 ár. Sem er afar freistandi....sérstaklega af því hún vill selja hana á 'reasonable' verði því það þarf að skipta um innréttingar og svoleiðis í henni og henni líkar svo vel við okkur að hana langar til að við kaupum íbúðina...væri ekki leiðinlegt get ég sagt ykkur...á besta, besta, besta stað í London í gömlu, góðu húsi. Ef einhver á svona 40-50 milljónir sem viðkomandi vill endilega losna við þá má alveg hugsa til okkar he he.

En jæja....next stop Kenya...meira um það síðar.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It