Það sem heimurinn boðar....

Hrund sendi mér þennan frábæra tengil sem sýnir hvað 15 þjóðir heimsins neyta yfir eina viku. Það er gríðarlega skemmtilegt að sjá hvað maturinn er ólíkur og eftir því sem þjóðirnar eru Vestrænni...því fleiri pakkningar, því meiri sykur, því meira unnin matvara. Það er áhugavert að sjá hvað fólkið í Chad, Equador og Bhutan borðar.....ekkert í pakkningum og allt beint úr jörðinni...svona eins og það á að vera. Þau eyða líka um 2-5 dollurum á viku í mat á meðan Bandaríkjamenn (sjáið allt ógeðið sem þeir eru að borða...og Bretar eru ekkert skárri) eyða um 200-350 dollurum. Hrikalega áhugavert (finnst mér :))

Hef ansi sterkan grun um að maturinn á borði Íslendinga væri blanda af japanska og ameríska borðinu...fiskur, pakkamatur og kartöflur :) Það hefði verið gaman að sjá Norður-Evrópuþjóðir eins og okkur og eitthvað af skandinavíu þarna inni.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Birna
14. júl. 2007

Svakalega drekka margir mikið af gosi! Verð nú líka að segja að maður fær nett klígjukast yfir öllu jukkinu sem var hjá bandarísku og bresku fjölskyldunum!