Alvarleg vanræksla dýra látin viðgangast

Er fyrirsögn á frétt í Fréttablaðinu í gær. Ennfremur segir:

"Sífelld krafa neytenda um ódýrari matvöru veldur stækkun búa og ódýrari framleiðsluaðferðum. Það skilar sér í verri meðferð á skepnum að mati Ólafs R. Dýrmundssonar landsráðunauts. Of lítið eftirlit er með tómstundabúskap.......

.....Nauðsynlegt er að endurskoða allt kerfið þegar kemur að eftirliti búfjár, hvort sem það er eftirlit með verksmiðjubúskap, svo sem í alifugla-, loðdýra- og svínarækt eða í hefðbundnum búskap......

...Að sögn Ólafs hafa aðstæður dýra á mörgum búum hérlendis versnað á síðustu árum. Meginástæðan fyrir því sé oft krafa almennings og stjórnvalda um ódýrara kjöt. Það valdi því að búin stækki og aðstæður verði verri og ónáttúrulegri en tíðkast hefur......

....„Hins vegar vil ég að við séum í fararbroddi í þessum málum og að neytendur átti sig á því að sífelld krafa um ódýrt kjöt leiðir til verri meðferðar á dýrum,“ segir Ólafur."Mikið er ég glöð að sjá þessa umræðu...þ.e. ekki að farið sé illa með dýr heldur að krafa um ódýrara kjöt leiði til "fjöldaframleiðslu" (battery farming) og það að neytendum sé alveg sama um meðferð dýra er hrikalegt. Ég veit ekki hversu oft ég hef röflað um þetta á síðustu 10 árum.....mér finnst ég alltaf vera að tala við steinvegg sem ekkert heyrir. Síðustu mánuði hef ég hringt út um allar trissur, í bændur, sláturhús, verslanir. Svörin eru í besta falli asnaleg (og órökstudd) og í versta falli algjörlega án samúðar eða nokkur skilnings sem lýsir molbúahætti okkar Íslendinga.

Spýtið í lófana bændur, bjóðið upp á "hamingjusamt kjöt". Við erum að bíða eftir því......

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It