Sykurmolafantasían

Ég sá mann áðan...setja einn...tvo...þrjá...fjóra...FIMM...hvíta sykurmola í kaffið sitt á kaffitári! FIMM SYKURMOLA!!!! Ég starði á hann (án þess að hann tæki eftir því) og var nánast hugfangin af þessum atburði. Þetta er sennilega villtasta fantasían mín...að láta hvíta sykurmola í kaffið mitt ha ha. Ég verð alltaf jafn forviða þegar fólk gerir eitthvað svona. Þetta var Ameríkani...svo sem skiptir engu máli en minni sykur hefði gert honum gott. Sennilega jafn mikill hvítur sykur og ég hef innbyrt um alla ævina ha ha. Kreisí pípel.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

gestur
27. jún. 2007

Ég sá einu sinni Japana setja sykur í glas eða svona pappamál hann lét fullt málið af sykri og hellti svo kaffi útí, þetta var í Londonderry í Edmonton, þá var ég hissa (þú hafðir ekki vit á svona þá) Kv. mamma.

Hrundski
28. jún. 2007

Ég vann einu sinni með pari sem setti sykur á fransbrauðið sitt og setti svo í samlokugrillið þannig að sykurinn bráðnaði. Vissi aldrei hvort þau voru svona fátæk eða með svona brenglað bragðskyn - átu þetta heilt sumar !!!!

CafeSigrun.com
28. jún. 2007

Ohhh Hrund...þú veist alltaf hvernig á að fara aðeins yfir strikið LOL. Þetta jók bara á fantasíuna mína, á eftir að hugsa um þetta par í allan dag (sko sykurinn...ekki parið sjálft) ha ha

Hulda ókunnug
02. júl. 2007

Horfði á Rachael Ray einu sinni og hún var að baka "brauð". Fyrst setti hún deig í botninn (kanilsnúðadeig), svo steikt beikon þar yfir og svo 100 g af smjöri og HEILA flösku af sýrópi. Aftur deig ofan á og inn í ofn og þegar hún skar í þetta lak smjörsykurdrullan út og hún og gesturinn borðuðu með bestu lyst. Ég er enn með kjálkann í gólfinu...

CafeSigrun.com
02. júl. 2007

Ahahahhahahah þetta er held ég hrikalegasta lýsing á mat sem ég hef heyrt bara EVER. H.R.I.K.A.L.E.G.T