Taktu 10 ár af með því að sneiða hjá sykri

Þetta er fyrirsögn á frétt af vef Daily Mail í dag....ætli þetta útskýri hvers vegna ég er alltaf kölluð "ung stúlka"? Hmmmm. Um daginn var ég að hitta fólk á fundi og konan í móttökunni sagði að það væri "ung stúlka" að bíða frammi. Það gerðist aftur sömu vikuna á öðrum stað. Í enn öðru tilviki var það ritari sem sagði að það væri "stelpa að bíða" eftir manninum sem ég ætlaði að hitta. Hmmmm þetta er svo sem ágætt...nema þegar maður þarf að láta taka mark á sér og það er nú alloft í minni vinnu. Ég veit samt fyrir víst að manni líður betur án sykurs, húðin verður betri og bæði líkamlega og andlega líður manni svo vel. Reyndar er talað um að sneiða hjá öllu sæti eins og ávaxtasykri, hrásykri, hlynsírópi o.s.frv. en það er kannski til að fólk slökkvi alveg á sykurþörfinni og kveiki ekki á henni á hverjum degi. Ég hef ekki mikla sykurþörf nema seinni part dagsins langar mig stundum í sætt og þá fæ ég mér að sjálfsögðu eitthvað hollt eins og epli, peru, fíkjur, döðlur o.s.frv. Reyndar ef ég borða eitthvað rosa sætt eins og pressaðan safa úr eplum fer hann beint í hausinn á mér og ég fæ hausverk svo ég reyni að hafa safann ekki of sætan. Held að þetta sé leið líkamans til að vara mig við því að innbyrða eitthvað sætt því það gerist svo sjaldan. Það eru nefnilega ekki margir sem raunverulega "hlusta" á líkamann en það gerist eftir einhvern tíma eftir að maður hættir að borða allt óhollt. Það getur tekið einhver ár. Og trúið mér líkaminn kvartar ef hann er ósáttur.

Hvar ætli þetta endi.....ætli ég verði "litla stúlkan" eða "ungabarnið" he he. Varla. Það er samt gott að vera 33ja og vera kölluð "ung stúlka" :) Kannski að ég fari að borða sykur, safna hrukkum og gráum hárum. Ætli ég verði orðin 115 þegar ég verð kölluð "heldri kona" ha ha ha. En annars áhugaverð grein...held að sé aldrei hægt að hamra of oft á því að sykur er eitur og enginn ætti að borða hann í sinni einföldustu mynd, sérstaklega ekki börn.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It