Gleymdi.....

Ég sá auglýst í blaði núna síðasta þriðjudag þegar ég var í klippingu að Mjólka var að auglýsa sýrðan rjóma ÁN GELATÍNS!!!!!!! Þetta eru hreinlega stórkostlegar fréttir, get ekki sagt annað. Getur verið að þeir hafi brugðist við eftir að ég sendi póst á þá fyrir nokkrum mánuðum? Málið er að ég fékk aldrei svör en sagði þeim í bréfinu að þeir yrðu á undan MS ef þeir myndu bjóða upp á sýrðan rjóma án gelatíns og að það væri frábært að fá valið, ég væri viss um að neytendur myndu velja frekar sýrðan rjóma án gelatíns. Veit nú ekki hvort að það var vegna þess að ég var eitthvað að pípa í þem. Það væri auðvitað geggjað ef maður gæti haft svona áhrif bara si svona en hvort svo sem er...þá er ég himinlifandi. Ég er ekki búin að skoða innihaldslýsingu þ.e. skoða hvað þeir nota í staðinn o.s.frv. svo ég þarf að kynna mér málið betur þegar ég kem heim.....þetta var samt auglýsing frá þeim svo það er nú góðs viti :)

Spennandi.......

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Alma María
11. maí. 2007

Ég sá einmitt þessa auglýsingu en hef ekki fundið gelatínlausan sýrðan enn.. vonandi kemur hann sem fyrst í búðir.

Helen
12. maí. 2007

Ég er nú búin að sjá þennan sýrða rjóma frá Mjólka, held það hafi nú bara meira að segja verið í bónus.

inga lóa
14. maí. 2007

Sæl Sigrún.

takkfyrir leiðbeiningarnar í London.

Nú erum við búnar að opna :-) grænmetisstaðinn á Akureyri

Ég er einmitt búin að vera að leita að þessu út um allt í marga mánuði, var meira að segja búin að hringja í MS og Norðurmjólk (sem er reyndar búið að sameina) en þar var ekkert að fá :-(

Flott að vita af þessu

Takk fyrir enn og aftur frábær síða.

Okkar enn til bráðabyrgða, endilega kíktu.

Kveðja Inga Lóa