Öðruvísi

Það er allt öðruvísi að vera í Reykjavík en í London

  • Í Reykjavík á maður skó lengur en í London. Þar labbar maður miklu meira.
  • Í Reykjavík er maður ekkert stressaður með vasana sína og verður ekkert taugaveiklaður af því að skilja eftir tösku á stól á kaffihúsi.
  • Í Reykjavík er ekki hægt að nota regnhlíf.
  • Í Reykjavík getur maður ekki notað sléttujárn því það er alltaf rigning eða rok eða snjór eða allt í einu.
  • Í Reykjavík finnur maður sjaldan hasslykt úti á götu á almannafæri.
  • Í Reykjavík er enginn sem stendur með sama auglýsingaskiltið á sama stað dag hvern í marga mánuði.
  • Í Reykjavík er enginn nógu skemmtilega skrítinn til að blogga um og það er glatað.
  • Í Reykjavík eru svo stórir jeppar að venjulegir jeppar líta út eins og Mini. Dekkin eru eins og á dráttarvélum
  • Í London er engin Auður Haralds á hjóli sem hjólar eins og sólskin niður Laugaveginn í heilli litapalettu (rautt, gult, appelsínugult, rauðappelsínugult er vinsælt þema - dásamlegt)
  • Í London getur maður nokkurn veginn stólað á veðrið, að það haldist eins næstu fimm mínúturnar
  • Í London sér maður ekki fræga landsmenn 3var sinnum yfir sama daginn á 3 mismunandi stöðum
  • Í London sér maður ekki fólk úr slúðurblöðunum á aðalverslunargötunni (að minnsta kosti 90% af þeim sem voru í blaðinu)
  • Í London er enginn nógu brjálaður til að vera á jeppa innanbæjar
  • Í London mæta konur ekki í ræktina nógu fínar til að fara á ball, með augnskugga og túberað hár, án þess að svitna. Svitakirtlar í helmingnum af íslenskum konum virka ekki
  • Í London þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því að mæta konum í ræktinni sem virka hálfbrjálaðar og fara um eins og stormsveipar með hnykklandi vöðva og þungar brúnir og "Do not mess with me you mother f....." áletrað á ennið

Það er margt líkt með þessum tveimur borgum en ekki alveg allt! Mikið rosalega sakna ég London.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Hrundski
30. mar. 2007

Í London fara konurnar ekki í sturtu í ræktinni - nema spari. Svo fara þær bara í vinnudraktina og háma í sig snakk í lestinni á leiðinni heim yukkkk

CafeSigrun.com
30. mar. 2007

Ja sko...í Harrow vorum við í Fitness First og þar voru gamlar indverskar konur sem voru með svo mikla karrílykt að búningsherbergið angaði og þær fóru í sturtu í sundbolum.....sem er frekar ógeðfellt. Svo í ræktinni í Holmes Place (nú Virgin Active) á Oxford Street þá fóru allir í sturtu. Þú hefur verið í einhverju spes gymmi he he. Var ekki vond lykt???

Hrundski
30. mar. 2007

Ég var í David Lloyds einu dýrasta og fínasta gymminu í Englandi - og jú það var oft fýla. Þar fór enginn í sturtu áður en þau fóru í laugina og stundum ekki eftir heldur - bara þurkkuðu sér og spreyjuðu svo yfir klórfýluna með body spray. Badmintonkerlingarnar hérna fara aldrei í sturtu - vita ekki einu sinni að það séu sturtur í íþróttahúsunum sem þær spila í. Og oft stór hneykslaðar á mér að fara í sturtu því það sé svo miklu huggulegra að fara í bað heima hjá sér !!!!

Oddny Jónsdóttir
18. apr. 2007

Frábært yfirlit yfir hver munur á London og Reykjavík er. Var að flytja heim frá Oxford og það er heilmikið sem maður saknar.