Heilsan heim - neytendur hafðir að fífli

Ég verð að segja ykkur eitt.....Ég var í klippingu um daginn og greip þar Séð og heyrt  eða eitthvað álíka blað. Þar var heilsíðuauglýsing....."Heilsan heim að dyrum" var fyrirsögnin að auglýsingu frá austurlenskum veitingastað hérna á Laugavegi. Sko......myndin sýndi djúpsteiktar rækjur, súrsæta sósu, rækjuflögur, steikt hrísgrjón, steikt svínakjöt, vorrúllur, eitthvað annað djúpsteikt, blautt og steikt grænmeti og margt fleira í þessum dúr. Neðanmáls var "Hollur og góður matur, heim að dyrum" eða eitthvað í þeim dúr. Sko ef neðanmáls hefði komið fram hvers vegna þessi matur var talinn hollur. Nota þeir ekki MSG?, Er minni sykur í súrsætu sósunni? Eru engin litarefni í henni?Djúpsteikja þeir ekki (heldur baka)? Léttsteikja þeir grjónin, steikja þeir upp úr kókosolíu, eru engar transfitusýrur? Nota þeir speltnúðlur? Eru djúpsteiktu rækjurnar þeirra og rækjuflögurnar þeirra hollari en annars staðar? Hvergi kom innihaldslýsing. Það var nákvæmlega ekkert hollt við þennan mat og mér finnst alveg ferlegt að plata neytendur sem vita ekki betur. Skamm skamm

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Alma María
02. apr. 2007

Alveg sammála þarna.

Varð frekar pirruð þegar ég sá þessa auglýsingu um daginn. Það eru nefnilega margir sem TRÚA svona auglýsingum og telja sig vera að borða hollt!