Jæja, þá erum við að leggja í hann aftur....

Eða reyndar snemma í fyrramálið svo við þurfum að fara að sofa fljótlega. Við erum svona eiginlega búin að pakka og ganga frá öllu og eigum bara eftir að hnýta lokahnútana. Vona bara að snjókoman sem á að dynja á okkur í nótt, frestist um svona 5 tíma eða svo, þá ættum við að sleppa. Það er búið að salta hverja einustu koppagötu í London sem fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir hríðarkófið. Margir eru búnir að plana að vinna að heiman á morgun nú eða gista hjá vinum inn í London til að þurfa ekki að ferðast inn og út úr bænum enda vitað mál að lestarnar verða í lamasessi sem og almenningssamgöngur. Svona er nú það. Það er skítkalt hérna núna, alveg við frostmark og þeim mun skemmtilegra að hugsa til 32 stiga og sól eins og spáin sagði til um fyrir Kenya (Mombasa). Búin að pakka 30+ sólarvörn enda veitir ekki af. Þyrfti líka að vera með einhvers konar verndarskerm utan um andlitið á mér því ég endurkasta mikilli birtu...gæti blindað einhvern he he. Ég er eins og undanrenna á litinn. Ekki furða, búin að vera lasin í viku, búin að hósta svo rosalega að ég hélt að ég myndi kafna og er með bauga niður á rass. Not a pretty sight. Vona að ég taki lit í Kenya, get ekki beðið eftir smá hlýju og sól.

Fyrir þá sem hafa áhuga var ég að setja inn nýjan flokk á vefinn  http://www.cafesigrun.com/uppskriftir/?ufl=13 sem ætlaður er allra yngstu notendunum (eða foreldrum þeirra svona meira). Kíkið endilega á hann :)

P.s. þið sem eruð skráð á póstlistann minn en fáið ekki póst frá mér, endilega látið mig vita ef ske kynni að væri búið að blokka vefinn minn. Er búin að fá mörg bréf í hausinn aftur, sérstaklega frá notendum sem skráðir eru hjá hive.is.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

gestur
08. feb. 2007

hafðu um hálsinn þegar þu sefur þá hannski fer hostinn talaðu svo við innfædda þeur kunna ráð við hosta. Farið varlega goða ferð og ég bið að heilsa öllum í Afriku ( sem ég þekki sem eru nokkrir) bless bless. Mamma

Hrundski
08. feb. 2007

Góða ferð - vona að þið sleppið úr snjóflösubylnum hérna í London :)

Rósa Björg
08. feb. 2007

Frábær flokkurinn fyirir smáfólkið. Búin að segja öllum nýbökuðum mömmum frá síðunni.

Alma María
10. feb. 2007

Frábær nýi flokkurinn þinn Sigrún. Mikill munur að geta bent ungamömmum á frábærar uppskriftir fyrir litlu krílin. Góða skemmtun í Afríku. Kveðja úr snjónum á Íslandi.