Flakk

Já það verður nú meira flakkið á okkur næstu mánuði.

Planið lítur svona út:

  • 17. des-26. des: Ísland
  • 26. des-28. des: London
  • 28. des-6. jan: Tokyo
  • 6. jan-4. feb: London
  • 6. feb-11. feb: Ísland
  • 11. feb-13. feb: London
  • 13. feb-22. feb: Kenya
  • 22. feb-11. mars: London
  • 11. mars: Ísland
Við erum búin að panta hótelgistingu í Japan, það var nú ekkert allt of auðvelt, lestarstöðvarnar heita allar eins nöfnum, sishiju eitthvað en held við höfum dottið á ágætis hótel. Það er nálægt lestarstöð, er með svölum og er svona íbúð, ekki beint hótelherbergi. Við hlökkum ekkert smávegis til. Það verður ógó gaman. Ætlum að reyna að taka lest til Kyoto, borða fullt af sushi, taka myndir, drekka kaffi (veiiii það eru 200 Starbucks kaffihús í Tokyo he he) og margt fleira.

Svo ætla ég að hitta Jóhannes í Kenya þegar hann er búinn að fara á Kilimanjaro með hópinn sem hann er að fara með. Ég ætla að hitta hann í Mombasa, flýg bara þangað og millilendi í Nairobi. Það verður fínt. Ég ætla að reyna að fara með honum og hópnum í safarí í Tsavo þjóðgarðinn til að taka nokkrar myndir með nýju fínu vélinni okkar.

Annars er það bara Ísland næst, ég er búin að pakka smákökunum sem verða í árlega þorláksmessukaffinu inn í bóluplast og hnetusteikin er í frystinum svo það er eiginlega allt tilbúið. Svo kemur Jóhannes 20. desember. Þetta verða hin ágætustu jól held ég (svona ef ég fæ einhver jólakort) :(

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

gestur
16. des. 2006

þu færð kort vertu bara roleg þau verða send í Viðias 5 og bar biða þin