Gott að ég er ekki gullfiskur

Mynd frá tónleikunumJá það er aldeilis gott að ég er ekki gullfiskur. Ef ég hefði verið gullfiskur í gær hefði mér liðið illa í fiskabúrinu mínu í gær. Ég hefði sennilega reynt að hoppa upp úr búrinu eða eitthvað. En hvers vegna? Jú vegna hávaðans á tónleikunum með George Michael á Wembley Arena í gær. Ekki svo að skilja að tónleikarnir hafi verið eitthvað leiðinlegir, síður en svo. Þeir voru mjög fínir og George hin eiturhressi tók marga þekkta slagara. Þetta voru eiginlega svona 'best of' tónleikar þ.e. brot af því besta á síðustu 25 árum og af nógu var að taka. Hann tók slagara á borð við Careless Wispers, Jesus to a Child, Outside, Shoot the Dog, Faith og fleiri. Eftir tvö uppklöpp tók hann svo Last Christmas við mikinn fögnuð viðstaddra og tilheyrandi snjókomu (með gervisnjó). Þakinn snjó söng hann svo Freedom sem er rosalegt tónleikalag og uppskar mikinn fögnuð tónleikagesta. Hann átti alveg salinn (alveg stappaðursalur) og hverja einustu manneskju í honum. Ég hef aldrei upplifað jafn hávaðasama tónleika og hef ég þó farið á þá marga um ævina og nokkra á Wembley Arena (sem er orðin rosa flottur eftir frábærar endurbætur). En það var bara kúl sko. Ég sver það að mig kitlaði í kokið við titringinn og ef ég lyfti upp fætinum, þá fékk ég svona eins og náladofa vegna þess að hljóðbylgjurnar voru svo sterkar frá steingólfinu upp í gúmmísólann á skónum mínum. Ég reyndi að segja eitthvað við Jóhannes en það var ekki séns að hann heyrði í mér þó ég öskraði.

Önnur mynd af tónleikunum Það var sem sagt rosa gaman að sjá kappann og ég mæli alveg með tónleikunum með honum ef þið komist á þá.

Ég tók þessar myndir á tónleikunum (bara á imba-digital vélina mína). Þær ættu að gefa svona smá hugmynd um hvernig þetta leit út allt saman.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Hrundski
13. des. 2006

arrgggggg ég trúi ekki að hann hafi tekið Last Christmas ohhhhhhhhhhhhhhh buhuuuu. hann söng það ekki fyrir okkur um daginn :(

CafeSigrun.com
13. des. 2006

Tjú hú og það var geggjað........