Fótbolti

Blöðin og sjónvörpin í dag hafa verið á kafi í umfjöllunum um kaup Eggerts Magnúsonar á West Ham. Veit álíka mikið um fótbolta og ég veit um sjómennsku svo ég ætla nú ekki að tala um hann :) Það eina sem ég veit um fótbolta að það eru menn að hlaupa um í stuttbuxum og ég veit hver David Beckham og einhverjir aðrir gaurar eru. Það er bara af því ég sá eitthvað fallegt dagatal með þeim he he. Hitti annars mann um daginn sem var með MBA gráðu (viðskiptagráðu) í fótboltafræðum. Fannst það hrikalega brilliant. Langaði að spyrja hann spjörunum úr en hafði ekki tíma, var að hlaupa á annan fund.

Það var bara gaman og fyndið að sjá allar fyrirsagnirnar í blöðunum í dag og í ræktinni í morgun heyrði ég umfjöllun um Ísland og hvernig í ósköpunum væri mögulegt fyrir svona litla þjóð að gera eitthvað svona, við værum jú rétt um 300 þúsund, álíka mörg og Möltubúar. Maður heyrir voða lítið um Möltubúa í fjölmiðlum. Einn fréttamannanna sagði að hann væri viss um að hver Íslendingur ætti orðið hlut í fyrirtæki eða heilt fyrirtæki eða jafnvel samsteypu í Bretlandi og víðar. Það var annars fyndið að á sama tíma og verið var að ræða kaup íslensku víkinganna á BBC var verið að sýna myndband með Take That á MTV sem tekið var upp á Íslandi. Á bak við voru goshverir og liðsmenn Take That löbbuðu um á svörtum sandinum með ólgandi hafið í baksýn. Mér varð hlýtt í hjartanu, ekki af liðsmönnum Take That heldur vegna þess hvað við erum dugleg og klár þjóð og látum ekki fámenni hamla okkur á neinn hátt. Enda engin ástæða til. Burtséð frá virkjanamálum, bjána stjórnmálamönnum og hvalveiðum....þá erum við bara kúl.

Datt í hug að henda hér inn nokkrum skjáskot af blöðum dagsins í dag. Tekið skal fram að á flestum blaðanna, var þetta forsíðufyrirsögn, ég er ekki vön að kafa íþróttafréttasíðurnar :)

Mirror

Dagblaðið Mirror fjallar um fótboltafélagskaupin

The Sun

The Sun fjallar um fótboltafélagskaupin í dag

Daily Mail

The Daily Mail fjallar um fótboltafélagskaupin í dag

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It