Sykurskandall

Mynd úr götublaðinu SUN, myndin er af sykruðu morgunkornsstykki og súkkulaðistykki

Ó já, hversu oft þarf að hamra á þessu. Sykrað morgunkorn ER nammi þó það heiti muesli, granola eða hvað sem er. Það er oft meiri sykur í þessu morgunkorni en í venjulegu súkkulaðistykki eða súkkulaðikexi. Þetta VERÐUR að merkja öðruvísi. Margir vita ekki betur og kaupa þetta í góðri trú fyrir börnin sín og sjálfa sig. Fruit'n Fibre morgunkornstykkið inniheldur 10 grömm af hreinum sykri og 2,1 grömm af mettaðri fitu, en venjulegt súkkulaðistykki 9,7 grömm af sykri. Hið fyrrnefnda er selt sem heilsuvara í mörgum verslunum og fólk grípur þetta með sér í lestarnar, í staðinn fyrir morgunmat o.s.frv. Hið versta mál.

Myndin er tekin úr SUN í dag (breskt götublað). Það er nú oft mismerkilegt efni sem þar kemur fram en þeir eru nokkuð góðir í að hamra á heilbrigðismálum og benda á það sem er fáránlegt.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It